Viðar - 01.01.1942, Síða 54
[Viðar
Þórir Þorgeirsson:
Þáttur um vetraríþróttir.
Höfundur þessa þáttar, Þórir Þorgeirsson, er frá Hlemmi-
skeiði á Skeiðum. Hann var nemandi í Laugarvatnsskóla
skólaárin 1936—37 og 1937—38. Hann vann síðan við skólabúið
tvo næstu vetur, en stundaði jafnframt nám í skólanum í
vissum námsgreinum, t. d. íþróttum og söng. — Árið 1940
settist Þórir Þorgeirsson í íþróttaskóla Björns Jakobssonar og
lauk þaðan kennaraprófi vorið 1941 með góðri einkunn. Hann
er nú íþróttakennari við Laugarvatnsskóla. — Ritstj.
Frá því að sögur hófust, hefur maðurinn jafnan leitazt
við að spara sér erfiði og flýta ferðum sínum. Er hann nú
skjótari í förum en nokkru sinni fyrr, hvort sem er á
láði, í lofti eða á legi.
Fyrir afarlöngu tóku menn að nota ísalög og snjó sér
til léttis. Þess er getið í fornsögunum, að í frosthörkum
og ísalögum hafi menn rennt sér fótskriðu á ísnum, en
á spjótsköftum sínum niöur harðfennið til léttis og flýtis.
Þetta er það fyrsta, sem menn vita til að frumbyggjarnir
hafi notfært sér ís og snjó.
Oft kom það sér vel að vera snar í snúningum og geta
brugðið þessum íþróttum fyrir sig. Má nefna Skarphéðin,
þegar hann renndi sér fótskriðu, eftir að hafa stokkið
milli skara yfir Markarfljót og vegið Þráin með öxi sinni
Rimmugýgi. Þetta allt gerðist í örskjótri svipan.
Þetta dæmi sýnir þýðingu snarræðis og áræðis og þann
mikla kost að geta notað ísinn, þegar bráðan bar að.
Þessi einfalda íþrótt hefur sennilega ekki verið iðkuð að
ráði, en helzt notuð við tækifæri, t. d., ef ís var ótraustur
og þoldi ekki nema hratt væri farið yfir hann. Þetta kom
sér mjög vel ekki einungis í ferðalögum heldur í daglegu
starfi. Segja má, að upp úr fótskriðunni eigi hlaup á