Viðar - 01.01.1942, Page 55
Viðar]
ÞÁTTUR UM VETRARÍÞRÓTTIR
53
leggjum og skíðafar rót sína að rekja. í fornöld þekktu
menn raunar ekki skauta. En snemma fóru Norðurlanda-
búar að iðka þá íþrótt að renna sér á dýrsleggjum, sem
þeir bundu undir fætur sína. Völdu menn helzt afturfóta-
leggi af hestum, nautum eða hjörtum. Voru þeir klofnir
að endilöngu og lagaðir sem bezt, gerðir beinir, svo að
þeir yrðu sem hálastir og rennilegastir. Oftast voru tvö
göt boruð gegnum legginn og þvengir dregnir í, svo að
binda mátti þá við fótinn bæði að aftan og framan. Til
þess að auka hraða sinn höfðu menn broddstaf sér til
hjálpar. Skriðfæri þessi tíðkuðust um öll Norðurlönd, þar
til snemma á öldinni sem leið, og hér á íslandi jafnvel
langt fram yfir miðbik aldarinnar og í sumum byggðar-
lögum lengur. Það er alveg óvíst, hvenær skautar úr járni
eða stáli koma.
Hér á íslandi gætir þeirra lítið, fyrr en eftir aldamótin
1800. En þeirra er getið í Svíþjóð um miðbik 16. aldar, af
Olausi Magnúsi. En hann þekkir þá ekki nema af afspurn
annarra þjóða. Hann álítur hjartarleggi og nautsleggi
heppilegri vegna eðlishálku sinnar, og megi auka hana
með því að bera á þá feiti. Svíar notuðu mikið þessa ís-
leggi sér til skemmtunar og hressingar í vetrarstillum. —
Unglingarnir þustu út á ísana og sýndu hverir öðrum
íþróttir sínar og kepptu. Þeim, sem beztir voru, var heitið
verðlaunum, oft silfurpeningum eða einhverju þess háttar.
Þessara isleggja er getið í Englandi á 12. öld og er sagt,
að ungir menn iðki þessa íþrótt og nái þeir feikna hraða,
svo að þeim megi líkja við fuglinn fljúgandi. Það var álitið,
og við álítum það enn, að nauðsynlegt sé að vera mjúkur i
öllum hreyfingum, til þess að fara fagurlega á ísleggjum
eða skautum. T. d. er það haft eftir Eysteini konungi, þeg-
ar hann var að tala við Sigurð Jórsalafara, bróður sinn, þá
er þeir vöktu máls á æskuíþróttum sínum, að hann kunni
svo vel á ísleggjum, að enginn mátti við hann keppa. „En
þú kunnir það ekki heldur en naut“. Af orðum konungs má
ráða, að hann hefur lagt mikið upp úr mýktinni. Það er