Viðar - 01.01.1942, Qupperneq 57
Viðar]
ÞÁTTUR UM VETRARÍÞRÓTTIR
55
og Svíar hafi numið skíðaíþróttina af Skrið-Finnum.
Kemur það einhvers staðar fyrir í fornsögunum, að Norr
hafi komið á skíðum austan af Kvenlandi með föruneyti
sitt, þegar hann nam Noreg.
Þegar sögur Norðurlanda hefjast, eru skíði kunn um all-
an Noreg, og munu Norðmenn hafa iðkað skíðaíþróttina
mikið. Sama má segja um Svía. Þar sem Skrið-Finnar voru
nágrannar Norðmanna, er það ekki ósennilegt, að þeir hafi
fljótt numið skíðaíþróttina af þeim. En hvað snemma á
öldum það hefur verið, hef ég ekki glöggar heimildir um.
En víst er um það, að langt er síðan, því að fundizt hafa
skíði, sem legið hafa í mýrum, þar sem á annan metra
var niður á þau. Er álitið, að þessi skíði séu síðan á seinni
hluta Bronsaldar eða kringum 2500 ára gömul. Af þessu
má ráða, hversu geysilega gömul skíðaíþróttin er. Vissa er
fyrir því, að mjög er langt síðan skíðaíþróttin var num-
in á öllum Norðurlöndum. Hvergi er skíðafars beinlínis
getið á íslandi í fornöld. Þó má telja alveg víst, að Norð-
menn, sem fluttu hingað til landsins, hafi kunnað skíða-
íþróttina, og kennt hana afkomendum sínum, því að svip-
uð skilyrði hljóta að hafa verið hér á landi og í fyrri átt-
högum þeirra.
Snemma mun hafa dofnað yfir þessari íþrótt sem öðrum
hér á landi, að glímunni undanskilinni, af því að íslenzkir
rithöfundar minnast ekki á skíði fyrr en á 17. öld. Víst er,
að skíðaíþróttin hefur lagzt niður í vissum héruðum hér
á landi, en lengst mun hún hafa haldizt við á Norðurlandi.
Eggert Ólafsson segir í Ferðabók sinni, að skíðafar megi
teljast gleymd íþrótt hér á landi, því að hana kunni ekki
svo að teljandi sé nema einstöku menn norðan lands.
Sjálfur var Eggert góður skíðamaður. Vildi hann lífga
skíðaíþróttina upp. Hann áleit það þjóðlega íþrótt og þótti
leitt til þess að vita, að hún gleymdist alveg.
Um lok aldarinnar tók stjórnin á sig rögg í þá átt að
lífga þessa íþrótt við. Fékk hún norskan mann til þess að
kenna á skíðum norðan lands. Upp úr því fór áhuginn að