Viðar - 01.01.1942, Síða 59
Viðar]
ÞÁTTUR UM VETRARÍÞRÓTTIR
57
þumlunga breiðar fjalir beygðar upp að framanverðu,
hanki var gerður um þvert skíðið að ofanverðu framan
við þungamiðju þess, úr streng, leðri eða viðjum, til þess
að smeygja fætinum í.“
Eftir öllu að dæma, virðast skíðin hafa tekið mjög litl-
um breytingum, en tæknin hefur fullkomnað þau upp á
síðkastið. í aðaldráttum eru skíðin svipuð og áður. Þó
virðist, sem eitthvert millibilsástand hafi komið á skíðin,
einkum þó í Svíþjóð og Finnlandi. Þar taka þeir upp á
því að hafa skíðin mislöng. Styttra skíðið var á hæð við
manninn, sem notar það. Hitt var feti lengra. Neðan á
styttra skíðið settu Finnarnir hreinkálfahúð órakaða.
Gerðu þeir það í þeim tilgangi, að skíðið rynni síður til
baka, þegar spyrnt var við. Styttra skíðið notuðu þeir til
að spyrna sér áfram. Varð allur líkamsþunginn því á lengra
skíðinu. Tilgangurinn með því að hafa annað skíðið styttra
mun hafa verið sá, að auðveldara væri að skásneiða brekk-
urnar. Eftir því sem skíðaíþróttin dafnaði, féllu þessi
skinndregnu skíði niður nema í Finnlandi. Þar eru þau
til enn. Heimildir fram yfir þetta, sem sagt er um gerð
skíðanna, eru ekki til. T. d. um það, hvað beygjan var
mikil, eða hvernig hlutfallið var milli lengdar og breiddar,
eins, hve þykk þau voru um miðjuna, né heldur hvort
menn voru búnir á þeim tímum að fá auga fyrir því tvennu,
sem nú er talið mikils um vert, að festa þau á fæturna
með hælböndum eða reimum, og svo hvort þeir hafi sett
rennur neðan á skriðflöt skíðisins, sem gerir það stöðugra,
þannig að það renni síður til hliðanna.
Stafi höfðu fornmenn, er þeir fóru á skíðum. Þeir köll-
uðu hann skíðgeisl, notuðu þeir hann, þegar þeir þurftu
að stýra sér, og eins til að létta undir, þegar þeir gengu
jafnslétt. Höfðu þeir hann einnig sér til stuðnings í brekk-
um likt og nú tíðkast. Þetta til samans, stafinn og skíðin,
kölluðu þeir einu nafni skriðfæri eða skíðfæri.
Ég hef nú aðeins minnzt á helztu atriði vetraríþrótt-