Viðar - 01.01.1942, Page 60
58
ÞÁTTUR UM VETRARÍÞRÓTTIR
[Viðar
anna. Hefði margt fleira verið hægt um þessar fornfrægu
íþróttir að segja.
Þessar íþróttir, þ. e. skauta- og skíðaíþróttirnar, eru
frá fornu fari mikilsvirtar íþróttir, og er svo enn. Þarf að
glæða þessar íþróttir sem mest meðal almennings, fá sem
flesta til þess að gerast þátttakendur þeirra.
Við þurfum að stuðla að því að öðlast hreysti forn-
manna. Til þess þarf vilja, þrautseigju og kjark. Að þessu
eigum við ungu mennirnir að keppa, þegar heim er komið,
hver í sínu byggðarlagi.
Ekki verður annað sagt, en skíða- og skautaferðir séu
hollar íþróttir. Hafa þær ennfremur þann mikla kost til
brunns að bera, að kvenfólk jafnt sem karlmenn, geta
stundað þær.
Allir, ungir sem gamlir, konur sem karlar geta stundað
vetraríþróttirnar, og æskilegt væri, að sem fyrst mætti
glæðast almennur skilningur á hollustu þeirra og kostum.
En iðkum íþróttirnar vegna íþróttanna sjálfra en ekki
vegna meta. Þau eru lítilsvirði móti stæltum fjölda, þótt
þau séu góð fyrir þann, sem hlýtur. Mest er í það varið, að
sem allra flestir gerist þátttakendur í þessum hollu og
skemmtilegu íþróttum.
Þórir Þorgeirsson.