Viðar - 01.01.1942, Blaðsíða 62
60
ÆSKA OG ELLI
[Viðar
Ef ég ætti að segja, hvað ég teldi beztu skeið manns-
æfinnar, mundi ég hiklaust nefna þetta tvennt: æska og
elli. í augum mínum er ellin, sé henni ekki samfara kröm
eða barndómur, að vissu leyti einhver mikilsverðasti þátt-
ur mannsæfinnar. Æskuskeiðið er vandlifað, og mikill
vandi að kunna að taka ellinni. Fyrir þeim, sem það
kunna, hygg ég, að ellin sé rólegasti tími æfinnar og jafn-
vel stundum sá, sem eykur manninum drýgst vit og vís-
dóm. Gildi ellinnar er fólgið í því, að þá er maðurinn að
jafnaði búinn að öðlast sálarjafnvægi. Þá er hann hættur
að verða fyrir vonbrigðum. Hann hefur öðlazt víðari út-
sýn yfir lífið.
Ellin verður aðeins þungbær þeim, sem bera þrár í
brjósti, sem þrá að taka þátt í athöfnum lífsins, en eiga
þess nú engan kost lengur. Enska skáldið Galsworthy orð-
ar þetta viðhorf snilldarlega í einni af bókum sínum:
„Fólk umgengst ellina, gamalmennin, eins og þau geti
ekki borið neinar þrár í brjósti.“
Beztu vinir, sem ég hef átt og margt það fólk, sem mér
hefur þótt mest uppbygging í að tala við, er einmitt á
þessu aldursskeiði. En ég veit líka, að þeir eru margir,
sem ellin hefur ekki þroskandi áhrif á og eru þá sér og
öðrum byrði.
„Vor er indælt, eg það veit,
þá ástar kveður raustin.
En ekkert fegra á fold ég leit
en fagurt kvöld á haustin."
Mér finnst mega líkja mannsæfinni, æsku hennar og elli,
við haust og vor. Þessar árstíðir leiða hvor af annarri eins
og þessi aldursskeið, og báðar eiga sína fegurð ef vel viðr-
ar. Eins er það, að „fögur sál er ávallt ung undir silfur-
hærum.“
Þeim, sem kunna að taka ellinni sem góðum vini, hvíld
að loknu dagsverki, þeim verður hún heldur ekki byrði,
aðeins lokaþátturinn í þroskaferli þeirra.
Prófstíll í e. d. Laugarvatnsskóla, 16. marz 1942.