Viðar - 01.01.1942, Side 63
ViSar]
Ragnheiður Einarsdóttir:
Æskulýðurinn íslenzki
og setuliðið.
Það voru stórviðburðir í sögu íslands, þegar berzkt setu-
lið steig hér á land 10. maí 1940, þó að hernám landsins
gengi friðsamlegar en hernám nokkurs annars lands. Þótt
íslendingar hafi síðan búið við betri kjör en nokkur sú
þjóð, sem hernumin hefur verið af hinum voldugu hern-
aðaraðiljum, er þó sennilegra, að engin þjóð sé í meiri
hættu stödd en einmitt við íslendingar. Ástæðan er sú,
hvað við íslendingar erum fámenn þjóð og getum því á
örskömmum tíma sogazt inn í hringiðuna og hætt að vera
þjóð, ef svo mætti að orði komast. Við íslendingar erum
ekki margir í samanburði við alla þá hermenn, sem eru
hér á landi. Og þó segir það sig sjálft, að þjóðin er í mikilli
hættu stödd alveg eins og frumbyggjar allra þeirra landa,
sem hinar þróttmiklu Evrópuþjóðir hafa lagt undir sig og
horfið úr sögunni og hætt að vera til sem sérstakar þjóðir.
Verðmætin, sem fara forgörðum, ef þjóðin hættir að vera
til, eru ómetanleg, sérstaklega menning þjóðarinnar. Fyrst
og fremst er það tungan, sem þjóðin hefur varðveitt síðan
á elztu tímum, bókmenntir hennar og listir og allt, sem
hefur komið fram undangengnar aldir og mótað hefur
íslenzka þjóðarsál.
Ef litið er yfir sögu þjóðarinnar, baráttu hennar við
eld og ísa, erlenda áþján og hverskonar erfiðleika og jafn-
framt á bókmenntir hennar og andleg afrek og síðast en
ekki sízt hinar stórstígu framfarir síðustu áratuga, þá
sést, að hún á tilverurétt sem sérstök og jálfstæð þjóð, og
að enginn jafnlítill hópur manna annars staðar í heim-