Viðar - 01.01.1942, Side 64
62 ÆSKULÝÐURINN ÍSLENZKI OG SETULIÐID [ViSar
inum hefur skapað jafn mikil varanleg verðmæti andleg
og efnaleg.
Það er mjög lítil hætta á, að fullvaxið fólk og eldrá
samlagist hinum erlendu hermönnum, svo að tungunni og
kynstofninum stafi bráð hætta af. En allt öðru máli gegn-
ir um æsku landsins og þá æsku, sem vex upp á næstu
árum.
Hin íslenzka æska verður nú að ganga í gegnum þá
eldraun, sem engin önnur kynslóð hefur þurft að ganga
í gegnum. Og komist hún heil á húfi gegnum þessa raun,
hefur hún sannað tilverurétt þjóðarinnar betur en nokk-
urn tíma áður hefur verið gert. Með réttu hefur kven-
fólkinu verið álasað fyrir að hegða sér illa gagnvart hin-
um erlendu hermönnum. En hitt er þó aðeins litlu betra,
sem karlmennirnir hafa gert að flýja frá nytsömum störf-
um, sem beint og óbeint eru í þágu þjóðarinnar og gerast
verkamenn hins erlenda setuliðs.
Um æskuna og setuliðið er mjög einfalt mál að mæla.
Æskan og setuliðið eiga að vera hvað fyrir sig. Setuliðið
með hergögn sín og hervirki og íslendingar við sín frið-
samlegu störf í þágu þjóðarinnar. Þessi aðgreiningur er
fullkomlega mögulegur, ef við íslendingar, þó sérstak-
lega íslenzkir æskumenn og konur, hafa metnað og vilja
til þess að varðveita dýrustu verðmæti þjóðarinnar.
í þeirri baráttu, sem æska landsins verður að heyja á
næstunni til verndar öllu, sem íslenzkt er, er nauðsynlegt
að bindast samtökum. Þótt einstaklingurinn geti miklu
áorkað, geta margir saman þó miklu meira og með sam-
tökum er auðveldara að finna æskunni nóg holl viðfangs-
efni, sem mættu verða til að auka viðnámsþrótt þjóðar-
innar gegn erlendum áhrifum. íslenzk æska er nú kvödd
til að standa á verði um framtíð þjóðarinnar. Sofni hún
eða svíkist um, er glötun þjóðarinnar vís.
Prófritgerð í eldri deild Eiðaskóla vorið 1941.