Viðar - 01.01.1942, Page 65
Viðar]
Friðrik Stefánsson, Eyjafirði:
Æska og elli.
Oft er langt bil milli vöggu og grafar, en stutt milli æsku
og elli.
Æskan er dýrmætasti hluti æfinnar. Margur vildi eiga
þess kost að lifa hana upp aftur. Æskan er grundvöllur
lífsins og eftir henni mótast maðurinn. Það er sorglegt
fyrir fullorðinn mann, að líta til baka yfir æskuárin og
vera sér þess meðvitandi, að hafa varið þeim illa. Boðorð
æskumanna á að vera það, að leita sér þekkingar og ráða
hjá sér eldri og reyndari mönnum, en aðeins hjá mönn-
um, sem víst er að treysta megi, en ekki fara eftir því,
sem gáskaríkir félagar segja.
Hver og einn æskumaður þarf að vinna, svo að hann
finni, að á herðum hans hvíli ábyrgð og skyldur, af því
að allir þurfa að bera ábyrgð sinna eigin verka í lífinu.
Unglingurinn þarf líka að njóta skemmtana, en þær eru
því miður fáar, sem ekki hafa spillandi áhrif á æskuna.
Þó er ein skemmtun, sem aldrei skemmir neinn og er
hollust þeirra allra: útreiðar á góðum hesti.
Fátt þarf að innræta æskumönnunum betur en ástina
á föðurlandinu, af því að sú tilfinning getur verndað
margan manninn frá því að vinna þau verk, sem varpa
mundi skugga á mannorð hans, en hann finnur til á-
byrgðar við föðurlandið sem sonur þess. — Ellin getur
bæði verið döpur og gleðirík. Ellin verður döpur hjá þeim
manni, sem rennir huganum yfir hið liðna og man fyrst
eftir ungum og gáskafullum unglingi, sem vildi ekki hlýða
á ráð foreldra sinna. Síðan sér hann ungan mann, sem
kominn var út í slark og drykkjuskap og fórnar beztu
árum æfinnar á altari nautnanna. — Myndunum bregður
upp í huga hans. Næst sér hann konu drykkjumannsins,