Viðar - 01.01.1942, Page 73
Viðar]
FJALLKONAN
71
3. SÝNING.
VIÐ UPPHAF ENDURVAKNINGARTÍMANS
(Fjallkonan sem áður. Við fætur hennar liggja þrír sofandi menn.
Á sviðinu er meira en hálfrökkur, en birtir, þegar á líður).
Fjallkonan:
Aldirnar líða.
Það er langt að bíða.
Þó að margt hafi geymst,
hefur meira gleymzt.
Mín kæru börn,
sem biluðu í vörn
um sitt þjóðlíf og þor
lentu í þrælaspor.
Minnar þjóðar tíð
er nú þrotlaust stríð.
1. inaður (kemur inn á leiksviðið):
í dag hef ég engan augnabliks frið.
Það er eitthvað, sem kallar og heimtar lið.
Ég stóð upp á fjallsins fremstu brún,
við fætur mér lágu engjar og tún,
í fjarska djarfaði í dimmblá fjöllin,
við dökkan himin bar jökulmjöllin,
og utar hið bláa, breiða haf.
Slík býsn af fegurð, sem drottinn gaf.
Þá skildi’ ég þann unað að eiga hér heima.
íslenzka þjóð. ertu búin að gleyma,
að þú áttir landið? Þú átt það enn.
Ykkar er rétturinn, konur og menn.
Því sofið þið öll, sem áttuð að vaka,
meðan útlendir konungar landið taka?
Hver einasti fjörður, öll fjallanna tign,
hver fossandi lækur og vötnin lygn.
Þessi eldanna storð, þessi himinn og haf
er heimkynni þitt, sem fjallkonan gaf.
Að sofna á verði er voðasynd,
að vaka til þrautar er dyggðanna mynd.
Hver vökumaður, sem viljugur bíður
veit og skilur, hvað nóttinni líður.
Hefði ekki vantað hér vilja og þor,
væru ekki um landið blóðug spor.
Hún er kúguð og smáð
fyrir kóngsins náð.
Hennar auði var eytt,
svo hún á ekki neitt.
Þegar stjórn hennar bauð
henni stein fyrir brauð,
stóð hún sundruð og særð.
Og svo seig hún í værð.
En ég bíð, og ég bíð
eftir bjartari tíð.