Viðar - 01.01.1942, Page 83
Viðar]
EIÐASKÓLI
81
E. d. Málfrœði og setningafrœði.
Lesin var íslenzk málfræði eftir Björn Guðfinnsson frá bls. 121 og
út bókina. Setningafræði eftir sama höfund, öll bókin lesin. Æfingar
í hljóðfræði og greiningu setningarhluta.
Bókmenntir.
Lestrarbók Guðna Jónssonar. Lesið úr Hávamálum, úr Helga-kviðu
Hundingsbana II., Þrymskviða, Höfuðlausn, Sonatorrek og í óbundnu
máli: Goðasögur og fornaldarsögur og Hrafnkels saga Freysgoða. Auk
þess var Bændamanna saga lesin og rædd lauslega og ýmsir sögukaflar.
Lestrarbók Nordals.
Lesið frá bls. 2 til 103, bundið mál. Rætt um helztu höfunda frá
dögum Lofts ríka til daga Bjarna Thórarinsens. Nokkrir þættir bók-
menntasögunnar raktir í fyrirlestrarformi og stuðzt við Ágrip af
forníslenzkri bókmenntasögu eftir Sigurð Guðmundsson og ritgerð
Nordals: Samhengið í íslenzkum bókmenntum.
Réttritun.
Heimaverkefni, æfingar eða skyndipróf einu sinni í viku. Ritgerðir
hálfsmánaðarlega, ýmist heima eða í tímum.
Seinni veturinn var lesið sama, nema sleppt var Hávamálum og
Goðasögum, en ritgerð höfð í hverri viku.
íslendingasaga.
Y.d. íslendingasaga Arnórs, bls. 1—172, tvílesið.
E.d. Sama bók bls. 172 og út bókina.
Sama lesið síðari veturinn. Nemendum var vísað til heimilda og
þeir hvattir til sjálfstæðra athugana.
Mannkynssaga.
Y.d. Fornöldin eftir Þorleif H. Bjarnason, öll bókin
E.d. Verdenshistorie eftir Lödöen, bls. 95 og út bókina. Nokkru bætt
við um atburði síðustu ára.
Aðaláherzlan lögð á menningarsöguna og allmiklu við hana bætt í
báðum deildum.
Sama lesið síðari veturinn.
Stærðfrœði.
Y.d. Reikningsbók Ólafs Daníelssonar var lögð til grundvallar. BjTjað
var á almennum reikningi með heilum tölum. Síðan lesið metra-
6