Viðar - 01.01.1942, Page 89
Viðar]
EIÐASKÓLI
87
Styrktarsjóður Jónasar Eiríkssonar og Guðlaugar M. Jónsdóttur.
Stofnfé sjóðsins er heiðursgjöf, sem Jónasi Eiríkssyni, fyrrum bún-
aðarskólastjóra á Eiðum, var gefin 26. júní 1921 í því markmiði, að
hún héldi uppi minningu hans og konu hans, Guölaugar M. Jónsdóttur,
en hann gaf aftur alþýðuskólanum á Eiðum til styrktar nemendum
þar. Sjóðurinn var upphaflega kr. 2209,12, en er nú orðinn kr. 2988,02.
þrír fjórðu hlutar ársvaxta eru veittir til að styðja fátæka efnilega
nemendur skólans.
Nemendasjóður Eiðaskóla. Sjóðurinn var stofnaður 1921 með gjöf-
um frá Eiðamönnum. Stofnfé var kr. 1629,86. Sjóðurinn er nú kr.
6735,69. Sjóðurinn er lánaður nemendum. Er lán þeirra afborgunar-
laust 4 fyrstu árin og vextir lægri en forvextir banka. 117 nemendur
hafa fengið lán úr sjóðnum. Árið 1939 fengu 11 nemendur lán úr
sjóðnum, samtals kr. 1110,00. Árið 1940 fengu 13 nemendur lán úr
sjóðnum, samtals kr. 1350,00.
Söfn.
Bókasafnið hefur aukizt um 75 bindi, auk tímarita og blaða, tvö
síðustu ár. Ýmsir vinir skólans hafa gefið honum bækur, blöð og
ritlinga og kann skólinn gefendum beztu þakkir.
Náttúrugripasafn á skólinn nokkurt. Er það til hins mesta hagræðis
við kennslu í náttúrufræðum.
Síðastliðinn vetur barst safninu verðmæt gjöf frá sr. Jakob Jóns-
syni presti í Reykjavík og frú Þóru, konu hans. Er það safn stein-
aldarvopna og steinmuna úr eigu Indíána í Norður-Ameríku. Þakkar
skólinn góða gjöf.
Vakið hefur verið máls á því, að Eiðaskóli beitti sér fyrir því, að
forðað yrði frá glötunarkistunni ýmsu því, er viðkæmi atvinnu og
persónusögu austurlands, með því m. a. að varðveita gamla muni:
verkfæri, rnyndir o. fl., unz komið yrði upp byggðasafni. Skólanum
hafa þegar borizt nokkrir munir og væri æskilegt, að gamlir og nýir
nemendur styddu skólann við söfnun þessa. Á síðustu jólum
sendi menntamálaráð skólanum þrjú málverk til varðveizlu. Er mikil
híbýlaprýði að þeim, og þakkar skólinn hugulsemina.
Skólalíf.
Veturinn 1939—40 var skólaumsjón falin Ingólfi Gunnlaugssyni frá
Setbergi. Hafði hann og bekkjarumsjón eldri deildar. Guðjón Emils-
son var umsjónarmaður yngri deildar, en Valgeir Vilhjálmsson
hringjari.
Veturinn 1940—41 var Guðjón umsjónarmaður skóla og eldri deild-
ar, en Sigfús Gunnlaugsson frá Setbergi umsjónarmaður yngri deildar;