Viðar - 01.01.1942, Blaðsíða 90
88
EIÐASKÓLI
[Viðar
hringjari var Aðalsteinn Sveinsson. Allir ræktu þessir nemendur trún-
aðarstörf sín með stakri kostgæfni. Kennslustundir byrjuðu kl. 8 f. h.
og stóðu til kl. 5 síðdegis. Nemendum varð að margskipta í smíðum
vegna húsnæðisskorts og þrískipta í fimleikum. Milli 4—7 sátu nem-
endur í lesstofu við lestur. Kennarar skiptust á að hafa umsjón með
lesstofu og útivist nemenda. Kl. 9,30 er hringt til náða.
Á sunnudögum voru jafnan lesnir húslestrar, skiptust kennarar á
um það. Nemendur og kennarar sungu sálma á undan og eftir.
Þátttaka nemenda er frjáls, en oftast voru þeir flestir mættir.
Nemendur eru skyldir að vera úti er svarar einni kennslusund dag-
lega. Dvöldu þeir þá við knattleiki, skiða- og skautafarir og göngu.
Útivistin var frá 11—12 f. h. Einu sinni í viku var kvöldvaka. Sátu
þá nemendur allir og kennarar saman og unnu að föndri eða saum-
um. Skemmtu menn sér við upplestur o. fl.
Félagslíf.
í skólanum voru starfandi 3 félög: Málfundafélag, tóbaksbindindis-
félag og taflfélag. Málfundafélagið hafði fundi venjulegast hálfs-
mánaðarlega fyrri hluta vetrar, en strjálla síðar, er lestur fór að
þyngjast. Þátttaka i umræðum var misjöfn. Félagið gaf út blað sitt:
Helga Ásbjarnarson.
Tóbaksbindindisfélagið sá um skemmtanir á skemmtikvöldum, er
voru hálfsmánaðarlega fyrri hluta vetrar, en strjálli síðar. Skemmtu
þá nemendur með upplestri, söng, stuttum leikþáttum, erindum o. fl.
Skemmtikvöld þessi voru mjög vinsæl. Reykingar hafa ekki verið
bannaðar, en reynt eftir megni að vinna gegn þeim með frjálsum
félagsskap. Fyrra árið tókst þetta með ágætum. Voru þá allir nem-
endur og kennarar í félaginu og héldu bindindisheit sitt vel. Starf-
semin var öll hin ánægjulegasta, einkum voru þeir ánægðir, sem hrós-
uðu sigri yfir sjálfum sér. Síðari veturinn brast nokkra pilta mann-
dóm til að halda heit sitt, og náði félagið ekki þeim tilgangi sínum
að útrýma reykingum úr skólanum með frjálsum samtökum.
Eftirleiðis verða reykingar bannaðar innan húsa.
Taflfélag höfðu nemendur og kennarar báða veturna. Fyrra árið
var áhugi mikill og almennur. Tefldu nemendur símaskák við nem-
endur Laugaskóla og höfðu af mikla skemmtun. Laugamenn unnu
með 6 : 4. Tvær skákirnar urðu jafntefli. Síðara árið var áhugi minni
og færri taflæfingar.
Skemmtanir.
Eins og fyr getur sá tóbaksbindindisfélagið um skemmtiatriði á
skemmtikvöldum. Annað hvert laugardagskvöld var dansað. Knatt-