Viðar - 01.01.1942, Síða 91
Viðar]
EIÐASKÓLI
89
spyrna æfð af miklu kappi, hvernig sem viðraði. Stúlkur æfðu hand-
knattleik.
Skíðafarir voru iðkaðar, þegar færi gafst. Skautafarir minna. Svo
virðist sem sú ágæta íþrótt sé í afturför, og er það illa farið. Fæstir
nemenda eiga skauta eða kunna að renna á þeim. Áhugi fyrir skíð-
um fer vaxandi.
Báða veturna var haldið skíðanámskeið, svo sem fyr getur. Síðari
veturinn fór fram keppni innan skólans í göngu, stökki og svigi.
Stúlkur kepptu í göngu og svigi. Hilmar Jónsson vann göngu pilta,
Vilhjálmur Sigurbjörnsson vann svigið, en Snæþór Sigurbjörnsson
stökkin. í göngu kvenna varð fyrst Gunnhildur Eiríksdóttir, en Ragn-
heiður Einarsdóttir í svigi.
Glíma var allmikið iðkuð, einkum fyrri veturinn. Keppt var til
verðlauna þann vetur. Fyrstu verðlaun fékk Ásmundur Kristjánsson,
annar í röðinni varð Einar Sigurbjörnsson og þriðji Ragnar Jónsson.
Venja er, að 1. desember sé haldin skemmtun í skólanum fyrir al-
menning. Var svo báða veturna. Samkoman 1. des. 1939 hófst með
guðsþjónustu. Sóknarpresturinn Sigurjón Jónsson í Kirkjubæ prédik-
aði, skólastjóri ávarpaði gesti, Gunnar Gunnarsson skáld flutti erindi,
nemendur sungu, Ingi Jónsson las upp, Davíð Árnason og skólastjóri
sungu Glunta, piltar sýndu fimleika, og að siðustu var stiginn dans.
Síðar um veturinn, 2. marz, var aðalskólaskemmtunin. Nemendur
sýndu gamanleikinn: Hnefaleikameistarinn. Skólastjóri flutti ávarp,
Þóroddur kennari flutti erindi um íslenzka tungu, piltar sýndu fim-
leika og glímdu. Milli þessara skemmtiatriða sungu nemendur undir
stjórn skólastjóra. Að lokum var dansað.
1. des. 1940 var með nokkuð öðrum hætti en áður. Skólastjóri hafði
boðið til almennra umræðna um sjálfstæðismál. Settu þær umræð-
ur svip sinn á daginn. Vegna influenzu-varna var skólaskemmtun-
inni síðar um veturinn frestað til skólaslita. Var þá, að aflokinni
guðsþjónustu og skólaslitaræðu skólastjóra, skemmt með upplestri,
söng og dansi.
Aðgangur er ekki seldur að skemmtunum í skólanum.
í matarfélagi nemenda voru fyrri veturinn 52 menn. Stjórn félagsins
skipuðu Ingólfur Gunnlaugsson, Þórólfur Stefánsson og Þórarinn
Sveinsson kennari. Fæðiskostnaður var kr. 1,60 fyrir pilta, en kr.
1,50 fyrir stúlkur. Síðara árið voru í matarfélaginu 53 menn. Stjórn
félagsins skipuðu Magnús Stefánsson, Jóhann Jónsson og Þórarinn
Sveinsson. Fæðiskostnaður varð þá kr. 2,40 fyrir pilta, en kr. 2,10
fyrir stúlkur. í fæðiskotsnaðinum eru innifaldar hreinlætisvörur.
Ráðskona matarfélagsins báða veturna var frk. Ingibjörg Björns-
dóttir frá Rangá. Guðlaug Þórhallsdóttir frá Breiðavaði aðstoðaði