Viðar - 01.01.1942, Blaðsíða 96
94
EIÐASKÓLÍ
tViðar
Að mestu eftir uppiýsingum frá Ásmundi prófessor Guðmundssyni.
F. h. stjórnar Eiðasambandsins.
Þóroddur Guðmundsson.
Stuttar frásagnir af Eiðamótum 1940 og 1941.
Eiðamót var haldið dagana 22.—23. júní 1940. Fyrri dagurinn var
vinnudagur, og var unnið að undirbúningi skrúðgarðs og gróðursetn-
ingu trjáplantna. Alls voru gróðursettar 1500 plöntur. Seinni degin-
um var farið til fundahalda, skemmtana og annarrar dægradvalar.
Þá var aðalfundur sambandsins. Auk venjulegra fundarstarfa var rætt
um stofnun æskulýðssambands á austurlandi, kosin nefnd í málið.
Skilaði hún svofelidri tillögu, er var samþykkt einróma: „Fundurinn
kýs þriggja manna nefnd til að annast undirbúning stofnunar æsku-
lýðssambands á austurlandi í samráði við ungmennafélögin —“ o. s. frv.
Kosningu hlutu: Þóroddur Guðmundsson kennari, Þórarinn Þórarins-
son skólastjóri og Þórarinn Sveinsson kennari. — Mótið var ekki
fjölsótt í byrjun, en fjölgaði fólki. eftir því sem leið á fyrri daginn. Þá
var fagurt veður, hitasólskin, Að áliðnum síðari degi var orðið margt
manna. En þá tók að rigna, og kom það sér vel fyrir trjágróðurinn
eftir plöntunina. Báða dagana voru sýndar kvikmyndir, og að kvöldi
þess síðari skemmtu menn sér við dans. Öll var samkoman hin
ánægjulegasta.
Eiðamót 1941 var haldið 29. júní. í sambandi við það boðaði stjórn
Eiðasambandsins til fundar með fulltrúum frá æskulýðsfélögum á
austurlandi í þeim tilgangi að stofna ungmennasamband fyrir þennan
landshluta. Var það mál áður undirbúið af nefnd, sem til þess var
kjörin á Eiðamótinu 1940. Mættu nokkrir fulltrúar, meiri hluti nefnd-
arinnar og flestir úr stjórn og varastjórn Eiðasambandsins og stofn-
uðu samband æskulýðsfélaga, sem hlaut nafnið: Ungmennasamband
austurlands (U. M. S. A.). Er þar með lagður grundvöllur að fram-
tíðarstarfi.
Með þessu hafa stjórn Eiðasambandsins og Eiðamenn hrundið í
framkvæmd merkilegu máli, og má vænta mikils af, þegar stundir líða.
Að öðru leyti fór mótið þannig fram, að farið var út í Eiðahólma
kl. 1 e. h. Þar skemmtu menn sér við söng og ræðuhöld og skoðuðu
hólmann, enda var gott veður og allmikil þátttaka í förinni. Kl. 6
síðdegis var fundur haldinn í Eiðasambandinu, og stjórnarkosning
fór fram.
Loks var dans stiginn fram eftir nóttu.
F. h. stjórnar Eiðasambandsins.
Þóroddur Guðmundsson.