Viðar - 01.01.1942, Page 105
Viðar]
L AU GAR V ATNSSKÓLI
103
Verkefni kennara og annars starfsfólks.
Bjarni Bjarnason kenndi félagsfrasði, uppeldis- og sálarfræði í í-
þróttakennaraskólanum og íslenzka glímu.
Bergsteinn Kristjánsson kenndi reikning í öllum flokkum, ensku
einum flokki, bókfærslu og eðlisfræði. Hann er gjaldkeri skólans og
heimavisarinnar og annast allt bókhald.
Björn Jakobsson kenndi heilsufræði, leikfimi öllum stúlkum og
piltum í e. d., hafði yfirráð yfir sundlauginni og stjórnaði sund-
kennslunni. Hann sýndi kvikmyndir venjulega einu sinni í viku.
Guðjón Ingimundarson kenndi leikfimi, sund og glímu.
Guðmundur Ólafsson kenndi íslenzku í e. d., bókmenntasögu, ensku
tveimur flokkum, grasafræði, bókband og skógargrisjun. Hann ann-
aðist bókasafnið að öllu leyti.
Jón Sigbjömsson gætti rafstöðvar og raftækja. Rafstöðin er 1,4
km. frá skólanum. Ljósin voru deyfð kl. 10,30 að kvöldi og aukin
kl. 8 að morgni. Gæzla rafmagnsins er mikið trúnaðarstarf. Jón vann
einnig nokkuð að skólabúinu.
Ólafía Jónsdóttir hjúkrunarkona annaðist sjúklinga og hreinlætis-
störf. Hún gekk í öll herbergi á hverjum morgni, gerði skýrslur yfir
heilsufarið og vanrækslur, sem hún varð vör við.
Ólafur Briem kenndi íslenzku tveimur flokkum í y. d., ennfremur
íslandssögu, mannkynssögu, landafræði og dönsku í öllum flokkum.
Óskar Jónsson kenndi smíðar.
Sigurlaug Björnsdóttir hafði það vandasama og þýðingarmikla hlut-
verk að veita heimavistinni forstöðu.
Þórarinn Stefánsson er aðalkennari í smíðum, sér um allt viðhald
á eignum skólans, undirbýr heimavistina á haustin og vinnur ótal
margt fleira.
Þórður Kristleifsson kenndi, íslenzku einum flokki í y. d., þýzku,
söng, söngfræði og sönglistarsögu. Hann annaðist stjórn í borðstofu
og skólastjóm í fjarveru skólastjóra.
Þórey Skaftadóttir kenndi stúlkum handavinnu og matreiðslu.
Kennt var og lesið í hverri grein sem hér segir:
Eldri deild.
íslenzka. Nemendur lásu málfræði Björns Guðfinnssonar frá bls.
136 til enda, setningafræði eftir sama, alla bókina og nokkra kafla
í ritreglum Freysteins Gunnarssonar. Ennfremur lásu þeir kafla eftir
ýmsa rithöfunda 19. aldarinnar í íslenzki'i lestrarbók Sigurðar Nor-
dals. Rit þeirra og æfisögur voru þeim kynnt. —■ Stafsetningaræfingar