Viðar - 01.01.1942, Page 106
104
LAUGARVATNSSKÓLI
[Viðar
eftir upplestri var ein í hverri viku. Nemendur gerðu tíu ritgerðir
heima.
Bókmenntasaga. Fyrirlestrar voru haldnir einu sinni í hverri viku.
Er farið yfir alla íslenzku bókmenntasöguna á tveim vetrum. í þetta
skipti var farið yfir síðari hlutann (frá 1400).
Yngri deilci.
íslenzka. Réttritunaræfingar voru gerðar vikulega. Nemendur voru
látnir skrifa málsgreinar, sem samdar voru af kennurum með hlið-
sjón af ritreglum. Nokkrir heimastílar voru gerðir á skólaárinu. Lesin
var íslenzk málfræði eftir Björn Guðfinnsson frá upphafi til bls. 120,
og auk þess i sömu bók um hljóðbreytingar. — í I. fl. pilta var
varið nokkrum tima til lestrar i íslenzkri lestrarbók Nordals. Var
nemendum kynnt stuttlega æfiágrip höfunda. Stúlkur og II. fl. pilta
lásu arkir úr Lestrarsafni Jóns Ófeigssonar.
fslendingasaga. Yngri deild (3 stundir í viku). Lesin var íslend-
ingasaga Arnórs Sigurjónssonar (bls. 1—281). — Eldri deild (1 stund
í viku). Sama bók lesin frá bls. 281 og út bókina.
Mannkynssaga. Eldri deild (1 stund í viku). Engin sérstök bók
lögð til grundvallar, en nemendur skrifa sér til minnis helztu at-
riði úr frásögn kennarans.
Landafrœði. Yngri deild. Lesin lýsing íslands eftir Bjarna Sæ-
mundsson. Síðan voru kennd utan bókar nokkur undirstöðuatriði í
stjörnufræði.
Danska var kennd í þremur flokkum, og voru þrjár stundir viku-
lega í hverjum þeirra. Heimastílar voru gerðir einu sinni í viku. 1.
flokkur las 3. hefti af kennslubók Jóns Ófeigssonar. 2. fl. las 2. hefti
af sömu bók. í staðinn verður tekið upp 2. h. af bók Ágústs Sigurðs-
sonar. 3. flokkur las 1. hefti kennslubókar Ágústs Sigurðssonar.
Enska. 1. fl. las enska lestrarbók eftir Boga Ólafsson og Árna
Guðnason, 1.—135. bls. Gerðir voru 20 stilar. 2. flokkur las sömu bók
alla, gerður einn stíll á viku. 3. fl., byrjendur, lásu 51 kafla i ensku-
námsbók Geirs Zoega og gerðu 30 stíla.
Þýzka. Einn fl. 3 st. vikulega. Lesin var öll kennslubók Jóns Ófeigs-
sonar. Aðaláherzla var lögð á undirstöðuatriði málfræðinnar og að
skilja bókmálið. Nemendur gerðu nokkra heimastíla. Sumar smá-
sögur bókarinnar voru nemendur látnir endursegja munnlega og
dálítið iðkuð létt samtöl á þýzku.
Heilsujrœði. Líkamsfræði var kennd 2 stundir i viku. Kennslan
fór mest fram i fyrirlestrum, en stuðzt var við fjölritaðan leiðar-
vísi og kvikmyndir. Lýst var gerð og starfi helztu líffæranna, áhrif-
um líkamsæfinga á þau, tilgangi fimleika og algengra íþrótta. Þá