Viðar - 01.01.1942, Side 108
106
LAUGARVATNSSKÓLI
[Viðar
er að söngnum lúta, eru tekin til úrlausnar við vorpróf nokkur ó-
algeng orð, sem fyrir koma í söngljóðunum. Stefnt er að því að
læra ljóðin og skilja til hlítar og tengja hugi nemenda við þau sem
lífrænt námsefni og gera ljóðin jafnframt tónunum að varanlegri
eign nemenda.
Gjafir til skólans.
Guðjón Samúelsson próf., húsameistari ríkisins, gaf skólanum vanga-
mynd af sér úr eiri. Myndin er gerð af Ríkharði Jónssyni.
Jón Magnússon skáld gaf þrjár kvæðabækur: Hjarðir, Flúðir og
Bláskóga.
Magnús Torfason, fyrrum sýslumaður, gaf handrit að fyrirlestri
eftir sig um Jónas Hallgrimsson.
Ónefndur gaf stækkaða ljósmynd af Gljúfurá í Borgarfirði. Myndin
var tekin af Ólafi Magnússyni.
Pétur Jakobsson gaf „Átta sönglög" við kvæði eftir hann sjálfan.
íþróttir.
Eins og að undanförnu er kennd leikfimi og sund daglega. Björn
Jakobsson kennir stúlkum og e. d. piltum, en aðstoðarkennari hans
y. d. piltum og sundið að mestu leyti. Nemendur íþróttakennaraskól-
ans kenna einnig bæði sund og leikfimi. Léttir það undir með íþrótta-
kennurunum og er um leið nauðsynleg æfing fyrir þá sjálfa.
Útiíþróttir eru lítt stundaðar. Sjaldan skautasvell, enn sjaldnar
skíðafæri og áhugi af skornum skammti. Ég hygg, að ekki sé of-
mælt, að aðeins annarhvor nemandi fáist til að stíga á skauta og
fjórði hver á skíði. Áhugaleysið fyrir útiíþróttum stafar að sjálf-
sögðu fyrst og fremst af tíðarfarinu. Ekki er sanngjarnt að krefjast
þess, að nemendur kaupi þau dýru tæki, sem til fyrgreindra iðkana
þurfa, þar sem óvíst er að skilyrði til útiíþrótta komi á vetrinum.
Nokkuð gæti það að vísu bætt úr, ef skólinn kæmi því við að reisa
skýli uppi í fjöllum. Dauft er yfir bæði knattspyrnu, glímu, göngu og
þolhlaupi. Allar þessar íþróttir mætti þó iðka. En með því að piltar
hafa meiri áhuga fyrir smiðum og bókbandi en útivist, og nota
sumir hverja stund til iðju sinnar, eru þeir að mestu látnir ráða sjálfir,
hvort verkefnið þeir velja sér sem aðaláhugaefni.
Verknám.
Allir, sem láta sig einhverju skipta verknám ungra kvenna, vilja
styðja að því, að þær læri sem fjölþættasta handavinnu, svo sem
saum, prjón, hannyrðir og jafnvel vefnað. Enn hafa hússtörfin verið
látin sitja á hakanum. Hirðing skólanna er þess eðlis, að stúlkurnar