Viðar - 01.01.1942, Síða 109
Viðar]
LAU GAR V ATNSSKÓLI
107
læra ekki mikið af kvenlegum listum á þeirri vinnu. Eigi að síður eru
þau störf nauðsynleg og sjálfsögð. Hver skóli þarf nauðsynlega að
kenna matreiðslu, að leggja á borð, ganga um beina, þvo glervöru
og annan borðbúnað vandlega. Nauðsyn ber til, að stúlkur læri í
æsku glögg skil vandaðrar vinnu og lélegar. Þær þurfa að vita með
sannindum, hvað þær kunna og hvað þær vantar. Þá fyrst er fram-
fara von. Héraðsskólapiltunum verður að koma á lagið með húsa-
smíði bæði úr steini og timbri. Ég hygg að steinasteypan eigi mikla
framtíð. Einn maður getur hlaðið heilt hús og komið upp öllum
veggjum án timburs, og lagnir menn geta auðveldlega gert yfir hús
og þiljað að innan, hafi þeir aðeins fengið tækifæri til að vinna
með húsasmið um stund, með það fyrir augum að læra af honum.
Þessvegna þyrftu héraðsskólarnir að hafa það í hyggju að gefa nem-
endum kost á að taka þátt í nýbyggingum, sem reistar verða við
skólana. Húsgagnasmíði og húsagerð í smærri stíl við héraðsskólana
mun leysa stórt þjóðfélagsmál, sem ekki verður leyst með öðru móti.
Héraðsskólalögin gera líka ráð fyrir þessu, þó ýmsir séu enn óvið-
búnir gagnvart slíkri framsýni.
um starf skólans.
Skemmtanir.
Hinn 1. desember ár hvert hefur verið haldin aðalskemmtun skól-
ans. Yfirleitt hafa þessar samkomur farið hið bezta fram, mjög
margir fyrrverandi nemendur skólans sótt þær svo og aðstandendur
og vinir nemenda skólans. Gestir almennt hafa sýnt hina mestu
kurteisi og virt heimilishelgi skólans, með þeirri undantekningu, er
kemur fram í annarri grein hér í ritinu um 1. desember 1941. Enda eru
þau atvik, er þar getur, alveg bundin við vissa, örfáa einstaklinga.
Um jólaleytið
hefur skólastjóri boðið hingað fólki úr sveitinni, Laugardal, til
samdrykkju og glaðværðar. Er svo unað við kvikmyndasýningar, spil,
dans, söng og góðvinafagnað fram eftir nóttu. Heimafólk og þeir
nemendur, sem ekki fara heim til sín í jólaleyfi, taka þátt í þessum
mannfagnaði.
Dansinn.
Einn af vinsælustu skemmtiþáttum meðal nemenda er dansinn. Þó
er þátttaka í honum, einkum framan af vetri, tæpast nógu al-