Viðar - 01.01.1942, Blaðsíða 110
108
LAUGARVATNSSKOLI
[Viðar
menn. En reynt hefur verið að bæta úr þessu á þann hátt að hafa
sérstakar dansæfingar með þeim, sem lítið eða ekkert kunna áður.
Úr því tekur að fjölga þátttakendum í dansi. Einhverjir draga sig
þó oftast alveg í hlé, en finna sér önnur skemmtiatriði til dægra-
styttingar, meðan dans fer fram. Dansað er annað hvort laugardags-
kvöld frá kl. 8 síðd. til kl. 12 á miðnætti.
Leikfimi.
Leikfimikennarar skólans láta nemendur sýna leikfimi á laugar-
dagskvöldum hálfsmánaðarlega. Þeir, sem ekki taka þátt í leikfimi
í það og það skiptið, eru áhorfendur auk heimamanna, sem þess
æskja. Að skóla loknum voru hafðar opinberar leikfimisýningar i
Reykjavík. Voru þær vel sóttar og gjörður að þeim góður rómur.
Kvikmyndir.
Kvikmyndir eru sýndar, eftir því sem ástæður leyfa. M. a. hefur
íslandskvikmyndin verið sýnd hér í skólanum. Þetta er mjög vinsælt
skemmtiefni og auk þess geta myndirnar oft og einatt verið fræðandi
og því styrkur við námið.
Skuggamyndir
hafa verið sýndar stöku sinnum, en minna þykir nú til þeirra koma,
síðan kvikmyndirnar komu til skjalanna.
Spil.
Nokkrir nemendur smíða sér „bobb“ í skólanum. Þykir góð dægra-
dvöl að leika „bobb“, þegar hlé er frá námi. — Mjög mikið spila
nemendur á spil um helgar, skemmta sér við leiki og sitthvað fleira,
fjölbreytni i leikjum og skemmtiþáttum innan húss þyrfti þó helzt
að aukast frá því, sem verið hefur.
Skemmtiferðir.
Einu sinni á hvoru skólaári var kennsla felld niður og fóru allir
uemendur, sem treystu sér til, ásamt miklu af kennaraliði skólans í
skemmti- og landkönnunarför til fagurra staða í nágrenni skólans.
Auk þess voru farnar af nálega öllum nemendum og nokkrum kenn-
urum lengri ferðir í bifreiðum. Pyrra skólaárið til Gullfoss ,og Geysis
(í febrúarmánuði). Veðurblíða var þann dag sem á fögrum maí-
degi. Genginn var síðasti spölurinn til Gullfoss. í heimleið var komið
við í Haukadal. Sigurður Greipsson skólastjóri tók með alúð og
hlýju móti þessum stóra hópi ferðamanna. — Geysir gaus meðalgosi.