Viðar - 01.01.1942, Blaðsíða 111
Viðar]
LAUGARVATNSSKÓLI
109
— Dansað var um stund í Haukadal, og sungin nokkur lög, áður en
heim var haldið.
Síðara skólaárið var farið til Þingvalla og inn undir Ármannsfell.
Veður var þann dag mjög hvasst og ónæðissamt, og naut því ferða-
fólk þar af leiðandi minni skemmtunar en ella.
Upplestur.
Á hverju sunnudagskvöldi koma kennarar og nemendur saman og
lesa upp sjálfvalið efni, stuttar sögur eða kvæði. Venjulega skiptist
þetta á 4—6 upplesara á kvöldi. Kennarar taka þátt í flutningi, eftir
því sem ástæður leyfa. En nemendur bera þó aðallega hita og þunga
þessa þáttar í starfsemi skólans og má telja hann afsprengi skóla-
félagsins. — Enda þótt nokkur misbrestur sé á því, að sumir upples-
arar flytji nægilega skilmerkilega til þess að röddin heyrist nógu
vel um allan salinn, enda er hann mjög stór og áheyrendur á öðru
hundraði, er þetta í heild mjög holl og góð skemmtun. Veitir hún
nemendum mikla æfingu og eykur áræði þeirra í að koma fram, auk
þess kynnast þeir á þennan hátt ýmsum bókmennta perlum, sem
mundu að öðrum kosti fara fyrir ofan garð og neðan hjá þeim. Eins
og gefur að skilja, eru nemendur misjafnlega smekkvísir í vali sínu
á efni til flutnings En stundum getur það einnig orðið til að létta
lundina í bili, að láta léttmeti fljóta með.
Söngur.
Utan stundaskrár syngja nemendur t. d. á sunnudögum, einkum
er líða tekur á skólaár, við messur (sjá síðar), á skemmtunum, stund-
um þegar gesti ber að garði, og eftir ástæðum, meðan vorpróf
standa yfir.
Messur.
Séra Guðmundur Einarsson á Mosfelli flutti nokkrum sinnum
messur í skóianum bæði skólaárin, sem að undanförnu.
Erindi.
Nokkrir gestir, er heimsóttu skólann, fluttu erindi. Einn þeirra,
Sigurður Sveinsson, kennari við Garðyrkjuskólann í Hveragerði, sýndi
einnig kvikmyndir af íslenzkri garðyrkju og framförum í hagnýtingu
jarðhitans til ræktunar í gróðurhúsum.
Á viiðvikudactskvöldum flytja kennarar erindi um ýmis fræðandi
efni. Þessi tími er á stundaskrá. Er svo til ætlazt, að allir nemendur
hlýði á þau, auk þess eru þau sótt af starfsmannaliði skólans eftir
vild. Samkomulag er um það milli skólastjóra og kennara hver kenn-