Viðar - 01.01.1942, Side 113
Viðar]
LAUGARVATNSSKÓLI
111
1. febrúar.
1. febrúar er, svo sem kunnugt er, helgaður bindindisstarfsemi 1
skólum. Báða veturna var fyrri hluti þessa dags notaður til útivistar,
en samkomur voru að kvöldinu, fluttar þar hvatningarræður, lesið
upp viðeigandi efni og sungið.
Myndir.
Skömmu áður en vorpróf hófust, komu til skólans myndasmiðir úr
Reykjavík, fyrra árið Jón Kaldal, en hið síðara Ólafur Magnússon.
Mynduðu þeir starfsmannalið skólans og nemendur og tóku auk þess
myndir af nokkrum þáttum í starfsemi skólans.
Heilbrigði.
Héraðslæknirinn, Ólafur Einarsson að Laugarási framkvæmdi al-
menna læknisskoðun á starfsmannaliði öllu og nemendum bæði skóla-
árin.
Sigurður Sigurðsson berklayfirlæknir heimsótti skólann bæði skóla-
árin öndverð ásarnt aðstoðarlækni sínum. Gjörði hann mjög ná-
kvæma berklarannsókn á heimamönnum og nemendum, gegnlýsti alla.
Þetta eftirlit veitir ákaflega mikið öryggi í hinni nánu sambúð og
vekur athygli hjúkrunarkonu og skólastjóra á þeim einstaklingum, er
læknirinn kann, að lokinni rannsókn, að hafa grun um að búi yfir
menna læknisskoðun á starfsmannaliði öllu og nemendum bæði skóla-
heimilinu mjög gott bæði skólaárin.
Próf.
í hverri bóklegri námsgrein fá nemendur einu sinni til tvisvar sinn-
um á vetri smápróf til úrlausnar og undirbúnings aðalprófi. Próf í
bóklegum greinum eru öll skr-ifleg.
Bæði skólaárin, er skýrsla þessi fjallar um, skipaði fræðslumála-
stjóri prófdómendur við vorpróf í bóklegum greinum: séra Eirík
Stefánsson á Torfastöðum og séra Guðmund Einarsson á Mosfelli,
en í íþróttum Steindór Björnsson, fyrrverandi leikfimikennara í
Reykjavík. Aðalpróf stóðu yfir 14 virka daga í hvert skipti. Allir
nemendur, sem ekki voru forfallaðir gengu undir prófið. Hendi það
nemenda að mæta ekki í einni eða annarri prófgrein, er honum gefið
0 í henni og deilt síðan með námsgreinafjölda þeim, sem bar að taka
próf í, við útreikning aðaleinkunnar.
Skólaslit.
Skóla var slitið 30. marz bæði árin. Við þau tækifæri flutti skóla-
stjóri uppsagnarræðu og gjörði yfirlit um starfsemi á skólaárinu,