Viðar - 01.01.1942, Qupperneq 114
112
LAU g ar vatn sskóli
[Viðar
minnti á það í starfi skólans, sem vel hafði tekizt og drap einnig á
það, sem betur hefði mátt fara. — Samdrykkja var að vanda í kennslu-
sölum, skilnaðarræður fluttar af kennurum og nemendum og mikið
sungið. Lýst var úrslitum prófa og nemendum afhent prófskírteini
sín.
Hinn 31. marz héldu nemendur heimleiðis. Voru vegir hér sunnan-
lands sem á sumardegi og veður hið bezta bæði árin. Þeim nemendum,
er sæta þurftu skipaferðum, byrjaði vel. Nokkrir nemendur af austur-
landi fengu síðara árið leyfi til að hverfa héðan, áður en prófi var
alveg lokið, vegna þess að þannig stóð á feröum skipa, að slíkt var
þeim mikið hagkvæmara.
Samkoma skólans 1. des. 1940.
Skemmtisamkoma var haldin í skólanum 1. des. svo sem
venja hefur verið. Samkomuna sóttu um 600 manns. Nem-
endur skemmtu sjálfir að mestu leyti, en nutu aðstoðar
kennara sinna. Skemmtiatriði voru ræður, söngur, leik-
fimi, kvikmyndasýning og dans. Einhverjir gestanna
laumuðu áfengi inn í skólann, sem olli því, að nokkrir
skólapiltar brutu skólareglur, urðu ölvaðir. Einn þessara
pilta þaut út í myrkrið og sagði félögum sínum, að hann
ætlaði til Reykjavíkur. Piltinum var þegar veitt eftirför,
en fannst ekki. Alls voru farnar tíu leitarferðir á vetr-
inum, en árangurslausar. Fjórir skátar komu úr Reykja-
vík til aðstoðar við eina leitina, bændur úr Laugardal og
Grímsnesi lögðu fram krafta sína og leituðu, en mest
leituðu nemendur og kennarar. Þegar komið var fram á
vor, fannst líkið rekið úr Apavatni 3—4 km. frá skólanum.
ís var veikur á vatninu um það leyti, sem þessi sorgarat-
burður gerðist, hefur ísinn sennilega svikið og pilturinn
drukknað. Að líkindum hefur hann ætlað í áttina til
heimkynna sinna austur í Rangárvallasýslu. Piltur þessi
hét Einar Stefánsson, frá Rauðafelli. Hann var á 25. ári,
ástundunarsamur og áreiðanlegur, þótt freistingin yrði
honum að falli, þegar áfengi var í boði.
Enginn er til frásagnar um hugarstríð piltsins, en að