Viðar - 01.01.1942, Qupperneq 115
Viðar] LAUGARVATNSSKÓLI 113
öllum líkindum hefur hann iðrazt mjög gerða sinna. Blöð
og einstakir menn hafa sakað mig um ódrengilega fram-
komu við þennan nemanda minn og kennt mér um hvarf
hans. En ég hef ekki varið mig fyrir slíkri árás og mun
aldrei gera. Ég er óhræddur við dóm þeirra, sem til þekkja.
Óþokkar þeir, sem brutu heimilisfriðhelgi okkar, svo sem
fyrr er lýst, sluppu án þess að hægt væri að hafa hendur
í hári þeirra. Þótt ég telji mig vita nöfn þeirra og heim-
ilisfang, vantaði sönnunargögn, svo að hægt væri að
sækja þá að lögum, enda er sú sekt, sem þeir ekki fá um-
flúið, næg ein saman, þótt ekki komi einnig refsing til.
Ýmsir dýrkendur vínsins eru heiftúðugir yfir bindindis-
starfsemi héraðsskólanna. Þessar manntegundir ofsækja
skólana á margvíslegan hátt. Meðal annars telja þeir sig-
ur í því að geta lokkað lítt þroskaða skólapilta til afglapa
og siðspillingar. Fjórum piltum var vikið úr skóla vegna
þess, að þeir urðu uppvísir að því að hafa látið ginna sig
til víndrykkju og ölvunar. Vegna þess að til munu vera
menn, sem líta svo á, að of strangt sé á málum haldið, ef
ekki séu gefnar upp sakir við fyrsta brot, vil ég beina
athygli að því í þessu sambandi, að kærulausir piltar
hugsa þá sem svo, þótt við verðum aðeins einu sinni ölv-
aðir, sleppum við með áminningu skólastjóra; að öðru
leyti er allt látið sitja við sama. Við skulum skemmta
okkur einu sinni og þá vitanlega á samkomunni 1. des. —
Þegar einu sinni er búið að taka svona yfirtroðslur
vettlingatökum, og þar með skapa fordæmi í þá átt, er
mjög hætt við, að ólánið verði ekki umflúið. í flestum
skólum, ef ekki öllum, munu finnast einstaklingar, sem
nýta til fulls alla möguleika til að þjóna sinni eigin lund.
Fortölur skólastjóra einar ná oft skammt gagnvart van-
þroskanum í hvaða mynd, sem hann birtist.
Laugarvatni, í des. 1941.
Bjarni Bjarnason.
8