Viðar - 01.01.1942, Síða 116
[Viðar
Fréttir af Laugvetningum.
Þó að enginn þeirra, sem eru í nemendasambandi Laugarvatns-
skólans, hafi sent stjórn þess bréf með skýrslu um sína eigin hagi,
eins og til var ætlazt í fyrstu, verður að sýna lit á því að segja ein-
hverjar fregnir af þeim, eins og venja hefur verið.
Dálítil bót er að því, að ýmsir þeirra koma að Laugarvatni, t. d.
nú, er skemmtun var hér 1. desember s. 1., komu margir og sumir
þeirra, sem eiga heima á fjarlægum landshornum. Hafa aldrei jafn-
margir gamlir Laugvetningar verið þar á sjálfstæðisdaginn. Mun það
koma m. a. af því, að svo margir eru verkamenn þar ekki allfjarri,
í Reykjavík og annarsstaðar við Paxaflóa.
En ekki vannst tími til að ná svo tali af öllum, að hægt sé að segja
mikið um hagi þeirra.
Hér verður fylgt þeirri reglu sem fyr að segja aðeins frá þeim,
sem geta talizt félagar nemendasambandsins.
Þó verður sumum sleppt, þó að þeir séu tryggir félagar, ef þeir
hafa sama starf og þeir höfðu, er síðustu fréttir voru skrifaðar, og
stjórninni er ekki kunnugt um, að neitt frásagnarvert hafi drifið
á daga þeirra.
Laugvetningadagurinn var ekki haldinn á þessu vori m. a. af því,
að kennslustofur og allmörg herbergi voru leigð svo snemma sum-
arsins.
Ármann Pétursson frá Skammbeinsstöðum er bílstjóri í Reykja-
vík og er nýlega giftur Jóhönnu Stefánsdóttur frá Eyvindarstöðum
á Álftanesi. Bæði eru nemendur héðan.
Árni Kjartansson býr á Seli í Grímsnesi,
Ásta Snæbjörnsen er gift í Reykjavík.
Andrés Guðnason frá Hólmum er fluttur til Vestmannaeyja og
er meðeigandi í verzlun þar.
Arnaldur Jónsson lauk námi í Samvinnuskólanum, og er nú frétta-
ritari Tímans.
Árni Magnússon frá Stóradal í Eyjafirði er að læra járnsmíði á
Akureyri.
Árni Arngrímsson frá Dalvík var í Reykjavík í vetur og var þá m.
a. að taka bílstjórapróf.
Anna Kolbeinsdóttir frá Eyvík er sögð starfa í Reykjavík í vetur.
Bryngeir Guðjónsson frá Bitru vann með veghefil hér í sýslu í sumar.
Björn Björnsson, sem lengi var á Hótel Borg. er nú genginn í her
frjálsra Norðmanna, móðir hans er norsk.
Bjarni Helgason frá Þyrli vinnur í blikksmiðju í Reykjavík.
Bolli Þóroddsson lauk námi í Samvinnuskólanum s. 1. vor.