Viðar - 01.01.1942, Page 122
120
LAUGARVATNSSKÓLI
[Viðar
Sigríður Rósa Jónsdóttir frá Eskifirði vinnur að konfektgerð í Rvík.
Sigurður Tryggvason var, er síðast fréttist, verzlunarmaður á
Hvammstanga.
Sigríður Eiríksdóttir er ljósmóðir á Stokkseyri.
Sigfús Steindórsson á Nautabúi er heima hjá föður sínum.
Skafti Pétursson er sem fyrr í Hornafirði.
Tómas Magnússon á ísafirði er þar á togara.
Tómas Böðvarsson er verkamaður á Stokkseyri.
Teódór Rósantsson er matsveinn á norsku olíuflutningaskipi.
Vilhjálmur Hjálmarsson vinnur að búi föður síns á Brekku í Mjóa-
firði og hefur verið barnakennari þar í fimm vetur.
Vilhjálmur Jónsson í Hafnarfirði er að læra skipasmíði í Reykjavík.
Valdimar Jónsson frá Flugumýri er í Verzlunarskólanum 1 Rvík.
Þorgils Stefánsson í Ólafsvík er þar barnakennari á vetrum, en
flokksstjóri við vegavinnu á sumrum.
Þorbjörg Þórhallsdóttir í Húsavík vinnur þar við kaupfélagið og
kennir fimleika þar í þorpinu.
Þóra Þórðardóttir á Akranesi vinnur þar við verzlun.
Þorsteinn Björnsson frá Berunesi og Lovísa Einarsdóttir, kona hans.
eru flutt að Þernunesi í Fáskrúðsfjarðarhreppi og búa þar.
Þórunn Bjarnadóttir frá Öndverðarnesi á nú heima í Selfossþorpi.
Maður hennar er bókhaldari við kaupfélagið.
Þór Þóroddsson frá Vallholti við Glerá var á Reykjum í Mosfells-
sveit við garðyrkju.
Þórir Þorgeirsson frá Hlemmiskeiði var r íþróttaskóla Björns Jak-
obssonar veturinn 1940—1941, vann hér á Laugarvatni í sumar, er
hér fimleikakennari í vetur.
Þórður Þorsteinsson að Grund í Svínadal býr þar nú. Hann er
giftur Guðrúnu Jakobsdóttur úr Reykjavík. Hún var hér í skólanum
einn vetur.
Látnir Laugvetningar.
Dauðinn hefur höggvið tilfinnanlegt skarð í hóp Laugvetninga á
þessu ári. Okkur er kunnugt um fimm nemendur, sem hafa farið svip-
lega fyrir aldur fram. Þeir eru þessir:
Sigurður Jörundsson frá Hrísey féll í árás, sem kafbátur gerði á
línuveiðarann Fróða 11. marz s. 1. Hann var stýrimaður. Hann var fædd-
ur 31. marz 1917. Sigurður var einn vetur á Laugarvatni, en nam svo
sjómannafræði í Reykjavík og lauk þar prófi. Hann var fríður mað-
ur sýnum, röskur og harðger.
Viggó Þorgeirsson úr Reykjavík var fæddur 2. marz 1919. Hann
fórst með flutningaskipinu Heklu. Skutu Þjóðverjar það í kaf, er