Viðar - 01.01.1942, Síða 126
124
LAUGASKÓLI
[Viðar
8. Jón Jónasson, Vogum, S.-Þ., f. 24. okt. 1917 (Y. d.).
9. Jón Pólmason. Bakkagerði, Eyj., f. 15. ág. 1918.
10. Jón Bjartmar Sigurðsson, Reykjahlíð, S.-Þ., f. 20. maí 1920 (E. d.).
11. Sigurður Jónsson, Seyðisfirði, f. 21. ág. 1919 (E. d.).
12. Stefán Sigfússon, Vogum, S.-Þ., f. 17. ág. 1917 (E. d.).
í svigum deildarfang utan sérnáms; nr. 12 tók þó nær engan þátt
í bóknámi. Nr. 2 hafði aukanám í þýzku.
IV. Vtan deilda.
1. Páll V. Daníelsson, Bergsstöðum, V.-H., f. 3. apr. 1915.
Tók sem engan þátt í reglulegu námi deildanna, en stundaði í ýms-
um greinum framhaldsnám með aðstoð kennara.
Enn dvöldust 13 piltar í skólanum nokkurn tíma við nám í íþrótt-
um, smíðum, söng o. fl., mest þó við sundnám.
Manntal þetta er gert mest eftir upplýsingum frá nemendum sjálf-
um (ekki skírnarvottorðum). Nöfn þeirra, er fleirum en einu heita,
eru skráð eftir rit- og talvenju.
Nr. 6 í smd. sótti skólann heiman frá sér. Nr. 12 í y. d. hafði á
hendi jafnframt námi nokkur störf á skólastaðnum og tók fyrir þá
sök eigi þátt í sumum greinum. Nr. 1, 9, 10, 11, 13, 14, 19 í e. d. voru
nýnemar, er sumir háðu nokkurt inntökupróf, en aðrir fengu deild-
arvist vegna umsagnar kunnugs, dómbærs manns.
Skertur námstími: Nr. 6 í y. d. varð að fara úr skólanum í desember-
byrjun vegna heimilisástæðna, og af sömu sökum kom nr. 12 í smd.
ekki fyrr en eftir nýár og varð að hverfa heim í byrjun upplestrar-
leyfis. Nr. 18 og 26 í y. d. hættu námi í skólanum um jól. — Hjá nokkr-
um öðrum nemendum skertist og námstími eitthvað. Nr. 1 í y. d. var
frá námi að mestu leyti síðari hluta vetrar, en dvaldist þó jafnan i
skólanum. Nr. 6 í smd. dó af slysförum 17. marz. Koma 2 nemenda
dróst dálítið og aðrir 2 fóru fyrir skólaslit vegna skipagangna og tóku
ekki fullt próf. Námstafir vegna veikinda, aðrar en taldar hafa verið.
voru með minna móti.
Námsmeyjar úr Húsmæðraskólanum nutu kennslu í söng og sér-
kennslu f sundi.
Dauðinn kemur við.
Þ. 17. marz lézt Haukur Tryggvason. Gekk hann, í leik með yngri
systkinum. út á snjóhengju yfir djúpum áveituskurði við tún á Lauga-
bóli; féll hún nlður og varð hann undir og beið af bana Haukur
var hugþekkur efnismaður.