Viðar - 01.01.1942, Side 128
126
LAUGASKÓLI
[Viðar
Konráð Erlendsson kenndi dönsku (4+44-4) og landafræði (2+3) í
b. d. og reikning í y. d. A (4).
Þórhallur Björnsson kenndi smíðar í öllum deiidum (sjá síðar) og
teikningu í y. d. (2).
Þorgeir Sveinbjarnarson kenndi leikfimi í b. d. (6+5+4), sund stúlk-
um úr b. d. (4), piltum í e. d. (4) og piltum í y. d. að nokkru (1+1),
ritgerð í y. d. (1), réttritun og málfræði í y. d. B (3), heilsufræði í y. d.
(2) og sá um útivist pilta.
Páll H. Jónsson kenndi íslandssögu í y. d. (4), þjóðskipulagsfræði í
b. d. (1 + 1; sjá síðar), grasafræði í b. d. (2+2), söngfræði í y. d. (1),
las nýrri bókmenntir með b. d. (1+1+1) og sá um útivist stúlkna. Enn-
fremur annaðist hann afgreiðslu á bókasafni.
Áskell Jónsson kenndi söng í öllum skólanum (2+2+2) og sund
piltum í y. d. (2+2), svo og námsmeyjum Húsmæðraskólans sérstak-
lega.
Hrefna Kolbeinsdóttir kenndi hannyrðir í b. d. (6) og ensku í fram-
haldsflokki (3).
Bergþóra Davíðsdóttir kenndi sauma í b. d. (6).
Ásgrímur Kristjánsson kenndi skíðaíþrótt í útivistartímum og nokkuð
í aukatímum, þegar færi gaf.
Námsgreinar, kennslustundafjöldi, námsbœkur.
(Stundatölurnar tákna vikulega kennslu fyrir hvern hlutaðeigandi
nemanda, nema annars sé getið).
Yngri deild.
íslemka (A og B): Réttritun 1 st. (í B þó skipt að nokkru á alla
íslenzkutímana). Stuðzt við Réttritunaræfingar eftir Friðrik Hjartar.
Málfræði 2 st. Notuð íslenzk málfræði eftir Björn Guðfinnsson; aðal-
áherzla lögð á beygingafræði. Skriflegar greiningar að staðaldri. Rit-
gerð 1 st. Athugasemdir og greinargerð fyrir leiðréttingum heimastíla,
er gerðir voru oftastnær vikulega.
Danska (A og B). 4 st. Kennslubók í dönsku eftir Jón Ófeigsson og
Jóharines Sigfússon. 2 flokkar, byrjendur og áleiðis komnir nemendur.
Byrjendur fóru yfir I. h. allt og II. h. að bls. 119, hinir yfir II. h. allt
og III. h. að þls. 57. Hvorirtveggja lásu málfræðiágripið í I. h. Heima-
stíll einu sinni í viku, hjá byrjendum þó aðeins frá nýári.
Enska. 3. st. Enskunámsbók eftir Geir T. Zoéga, lesnir nær allir ensku
æfingakaflarnir og gerður heima rúmur helmingur stílanna.
fslandssaga. 4 st. íslendingasaga eftir Arnór Sigurjónsson, öll bókin.
Þióðskipulagsfrœði. 1 st. Þjóðskipulag íslendinga eftir Benedikt
Björnsson, 2. útg., að bls. 81.