Viðar - 01.01.1942, Side 130
128
LAUGASKÓLI
[Viðar
Landafrœði. 3 st. Kennslubók i landafræði eftir Bjarna Sæmundsson.
bls. 8—153 (miðað við 3. útg.).
Náttúrufrœöi. 2 st. Plönturnar eftir Stefán Stefánsson, öll bókin.
Eðlisfrœði. 4 st. Fysik for Mellemskolen I—II eftir Th. Sundorph.
Lítið hægt að gera af tilraunum.
Reikningur. 4 st. Reikningsbók eftir Ólaf Daníelsson. Farið yfir alla
bókina aftur að Ýmis dæmi. Sumir nemendur voru þó ekki látnir fást
við jöfnur.
Bókmenntir. Fornbókmenntir 2 st. Líkt og í y. d. Nýrri bókmenntir
1 st. (s. hl. vetrar 1—2 st.). Gefið yfirlit um hin helztu íslenzk skáld á
19. og 20. öld. Nokkuð af kvæðum lesið og skýrt og sumt lært.
Smíðar. 2 flokkar, 4 st. hálfsmánaðarlega hjá hvorum. Sjá síðar.
Saumar og hannyrðir. 4 st. Sjá síðar.
Leikfimi. Piltar 5 st., stúlkur, saman úr b. d., 4 st.
Sund. Piltar 4 st., stúlkur úr b. d. 4 st. alls. Kenndar sömu aðferðir
og í y. d., en meiri áherzla lögð á björgun.
Söngur. Sjá hjá y. d.
Smíðadeild.
Kennt var á verkstæðinu mestan hluta dags að frádregnum matar-
hléum, við breytilega aðveru nemenda. Sjá hér á eftir.
Munir unnir í skólanum.
Smíði. Smíðað af nemendum smíðadeildar í þeirra þágu: 5 hefil-
bekkir, 4 skápar, 2 skrifborð, 6 önnur borð, 1 dragkista, 1 skrifborðs-
stóll, 20 borðstofustólar, 2 rúmstæði, 7 kistur og koffort, 10 töskur, 5
hillur, 10 pör skíði, 2 sleðar, 1 „bobb“ með kringlum, 1 bókapressa.
Smíðað í skólans þágu í almennum smíðatímum: 2 vefstólar, 7 eld-
hússtólar (baklausir), 1 borðstofustóll, 1 stigi, 3 heflar, 2 koffort, 3 pör
skíði, 9 pör rúmgaflar, 7 skúffur, 5 borðplötur. Fáeinir munanna voru
ekki fullgerðir. Auk þessa smíði nokkurra smærri muna og viðgerðir.
Unnið var eingöngu með handverkfærum. Smiðadeildarnemendur unnu
fyrir sjálfa sig nema sem svaraði smíðatíma almennra nemenda.
Ógreitt var að afla timburs. Þrátt fyrir meðmæli fræðslumálastjóra
veittist örðugt að fá innflutnings- og gjaldeyrisleyfi, og er það var loks
veitt, þó af skornum skammti, gerðu stríðshorfur það gagnslaust. Á
síðustu stundu rættist þó skaplega úr um úvegun efnis, því að Kaup-
félag Eyfirðinga og Kaupfélag Þingeyinga hlupu undir bagga.
Saumar og hannyrðir: 11 blússur, 13 kjólar, 2 pils, 8 náttkjólar, 1
svunta, 2 vesti, 1 upphlutsskyrta og svunta, 1 handprjónað vesti, 1 vegg-
refill, 8 kaffidúkar, 6 ljósadúkar, 6 borðreflar, 11 púðar.