Viðar - 01.01.1942, Page 132
130
LAUGASKÓLI
[Viðar
Vorpróf smíðadeildar.
Réttritun Ritgerð Málfrœði Danska Enska Reikningr Smíðar Leikfimi Sund
Benedikt Einarsson f> 4.5 6 1 5 9.5
Dagur Óskarsson 9
Gísli Jónsson 4.5 5 5 5 3 9 8.5 8 8
Gísli Guðlaugur Gíslason 6.5 +*x* 6.5 ** 6.5 8.5 7.5 9.5
Gunnþór Kristjánsson 4 5.5 3.5 5.5 8.5 8 8
Hjálmar Þ. Hjálmarsson 9 8.5 9 8 6.5 9
Jón Jónasson 4.5 5.5 4.5 6 4 9 7 8
Jón Pálmason 5 9 10
Jón Bjartmar Sigurðsson 6.5 6 6 5 6 5.5 9 7 9.5
Sigurður Jónsson 4 6 4 6 i 9 10 8.5
Stefán Sigfússon 8
Táknað er í einkunnar stað niðurfall prófs vegna lasleika um
próftímann með *, vegna brottfarar (sökum skipagangna) með **.
Skólalíf.
Fyrirsettir skólahættir voru sömu og undanfarið og stundaskrá lík í
aðalatriðum. Vínbindindi var algert og tóbaksnotkun innan húsa skól-
ans bönnuð. Piltum og stúlkum var óheimilt að heimsækjast á nem-
endaherbergjum eftir kvöldverðartíma.
Skólafélög voru „Laugamannafélagiö“, er sá um almennt félagslíf,
og tóbaksbindindisfélag. Prá upphafi voru með fæsta móti þeir nem-
endur, er tóbak notuðu, og er kom fram á vetur, höfðu þeir fáu og lagt
það niður. Hafði a. m. k. lengi ekki verið jafnvel ástatt í því efni.
Til útivistar var ætluð um 1 st. daglega. Hefur nokkuð brunnið við,
að sá tími vildi ódrýgjast, einkum hjá stúlkum, en með minna móti bar
á því í þetta sinn, vegna meiri iðkunar skíðaíþróttar. Snjógrynnsli oft
og tíðum gerðu þá iðkun þó minni en ella hefði orðið. Eins og jafnan
fengust piltar talsvert við knattspyrnu í útivistartímum.
Skemmtanir um helgar voru með mjög venjulegum hætti. Dansað
var annaðhvert laugardagskveld um 2% st. Afmæla (18 ára stúlkna,
tvítugra pilta) var minnzt að vanda. í samlögum við Húsmæðraskól-
ann var 1. desember haldinn hátíðlegur fyrir heimamenn, og þannig
var síðar haft „þjóðlegt kveld“ með innlendum veitingum og þjóðlegu
skemmtiefni. Samkoma fyrir almenning var haldin 12. apríl. Arði af
henni var varið til minningar um Hauk Tryggvason.
Erindi fluttu í skólanum þeir Björgúlfur Ólafsson læknir, Egill