Viðar - 01.01.1942, Síða 133
Viðar]
LAUGASKÓLI
131
Tryggvason I Víðikeri, Jón H. Þorbergsson á Laxamýri, Pétur Sigurðs-
son erindreki og Karel Vorovka, tékkneskur stúdent, er flutti 7 erindi
um slafnesk efni. Var skólafólki hin mesta ánægja að hlýða á þessa
menn, og eins á Karlakór Mývetninga, er sýndi skólanum þá vinsemd
að koma við og syngja á heimleið úr söngför til Húsavíkur.
Skemmtiferð var farin um haustið í Mývatnssveit. M. a. var skoðuð
brennisteinsverksmiðjan í Bjarnarflagi, er Jón Vestdal sýndi.
Nýlunda var, að nóttina 9.—10. marz fór fram símleg skákkeppni á
10 borðum milli nemenda á Laugum og Eiðum. Fór svo, að Laugamenn
unnu með 6 : 4 skv. samkomulagi um óútkljáðar skákir.
Komið var á, með samþykki nemenda, „þrifnaðarviku", þegar í sér-
stökum mæli skyldi ástunda þrifnað og góða umgengni, og eins síðar
„iðnisviku". Bar einkum sú fyrri góðan árangur.
Skólanum voru send endurgjaldslaust ýmis hinna minni hérlendra
blaða, svo og „Heimskringla“ og sænska samvinnublaðið „Vi“ og fá-
einar bækur. Þá hefur og verið keypt nokkuð af bókum og tímaritum
fyrir tillög nemenda (5 kr. frá hverjum).
Nemendur og starfslið skutu saman í „Finnlandshjálp" 280 krónum,
er ásamt 100 kr. frá Húsmæðraskólanum voru sendar „Norræna fé-
laginu á íslandi“.
Heilsufar var með bezta móti, og komu engar farsóttir. Sjúkrasam-
lag nemenda og starfsliðs starfaði sem fyrr, óstyrkt af almannafé.
Var tillag ákveðið 5 kr. og hrökk vel. Læknislaust var í héraðinu síð-
asta hluta skólatímans. Aðhlynningu og heimahjálp í veikindum og
eftirlit með heilsufari annaðist mest Páll H. Jónsson.
Nemendur allir nema 3 og nokkur hluti kennaraliðs var í mötuneyti
skólans. Dagkostnaður — fæði, hreinlætisvörur og ljós í íbúðum —
varð kr. 1,57 fyrir pilta, kr. 1,27 fyrir stúlkur. Allmikið var notað af
fjallagrösum. Fóru nemendur um haustið grasaferð og hreinsuðu
síðar feng sinn.
Nemendur þvoðu sjálfir þvott sinn og önnuðust að mestu ræstingu
húsa, hvorttveggja undir eftirliti, en unnu eigi að beinum eldhússtörf-
um. Piltar fengu gerðar nauðsynlegar viðgerðir á fötum og greiddu 5
kr. í þjónustugjald.
Umbœtur.
Skipt var algerlega um ofna í leikfimisalnum; voru fengnir steypu-
járnsofnar í stað stálofna þeirra, er fyrir voru, og fyrir löngu voru
orðnir svo lekir vegna ryðskemmda, að alónýtir máttu teljast, þar
sem og viðgerðir tókust ekki,
Flokkur manna frá Sambandi þingeyskra ungmennafélaga vann einn
dag að lagfæringu á brekkunni að Reykjadalsá framan við skólann.
9*