Viðar - 01.01.1942, Page 134
132
LAU GASKÓLI
[Viðar
Fyrir meðalgöngu Jónasar Jónssonar alþingismanns bárust skólan-
um til varðveizlu og eignar 4 lágmyndir úr gipsi, af Pétri Jónssyni á
Gautlöndum, Steingrími Jónssyni fyrrv. sýslumanni, Sigurði Jónssyni
á Arnarvatni og Indriða Þórkelssyni frá Fjalli, gerðar af Ríkarði Jóns-
syni.
Aðrar breytingar til bóta, frá því er síðasta skýrsla var gerð til
prentunar, eru ekki í frásögur færandi.
Skólaslit.
Skólanum var slitið með ávarpi skólastjóra 11. apríl. Nemendur
voru þó allir um kyrrt næsta dag, er haldin var almenn samkoma,
sem fyrr segir. Ýmsum þeirra varð allerfið brottför vegna spillingar
veðráttu um það leyti, og komu þeir eigi farangri með sér til hafna.
íþróttanámskeið.
íþróttanámskeið fór fram dagana 20. apríl — 10. maí undir stjórn
Þorgeirs Sveinbjarnarsonar, er og annaðist alla kennslu, nema hvað
Páll H. Jónsson aðstoðaði með hljóðfæraleik við leikfimiskennslu og
Áskell Jónsson kenndi um hríð sund í fjarveru Þorgeirs. Þátttakendur
voru 49, kennsluvikur alls 110. Kennt var sund, leikfimi og — einnig
fyrir námsmeyjar Húsmæðraskólans — „hjálp í viðlögum".
Um námsskeiöstímann fór Þorgeir með nokkra þátttakendur til
Húsavíkur og Akureyrar til að sýna leikfimi. Viðtökur voru ágætar
og blaðadómar lofsamlegir.
1940—1941.
Skólanum hafði verið ætlað að hefjast 12. október, en vegna nem-
enda, er koma mundu það kveld, var frestað til næsta morguns setn-
ingu hans, er fram fór með ávarpi skólastjóra. Varð ýmsum nemend-
um, einkum af Austur- og Suðausturlandi, örðug för til skólans, því
að skipagöngur voru óhagstæðar, en fjallvegir sumir torfærir vegna
snjóa; aðallega af þeim sökum voru nokkrir nemendur ókomnir, er
skóli var settur.
Deildaskipun var sem veturinn áður, og vísast um hana í skýrsluna
hér að framan, eins og oft verður gert beint og óbeint hér á eftir.
Nemendur.
I. Yngri deild.
1. Agnar Áskelsson, Hrísey, f. 22. sept. 1924.
2. Anna Guðmundsdóttir, Vöglum, S.-Þ., f. 19. sept. 1917.