Viðar - 01.01.1942, Qupperneq 137
Viðar]
LAUGASKÓLI
135
Nr. 11 í y. d. sótti skólann heiman frá. sér. Nr. 21 í y. d. hafði á
hendi jafnframt námi nokkra vinnu í skólanum og tók fyrir þá sök eigi
þátt í sumum greinum.
Skertur námstími: Nr. 6 í y. d., nr. 5 og 6 í smd. fóru úr skólanum
vegna atvinnu sinnar og með leyfi fræðslumálastjóra þ. 1. marz. Nr. 11
í y. d. kom að loknu miðsvetrarprófi, sótti þó allan veturinn tíma í
ensku, og nr. 14 í y. d. litlu síðar; nr. 17 í e. d., er lokið hafði prófi á
Hvanneyri, kom um nýár. Vegna skipagangna dróst koma nokkurra
nemenda um hálfan mánuð, og af sömu ástæðu fengu allmargir farar-
leyfi, með samþykki fræðslumálastjóra, áður en vorprófi væri lokið.
Nr. 8 í y. d. varð að fara á sjúkrahús í kennslulok; um hríð voru og
fjarstödd nr. 7 í y. d., í sjúkrahúsi, og nr. 16 í e. d., vegna sóttvama.
Enn urðu nokkrar námstafir vegna veikinda, einkum hjá nr. 9 í y. d.
og nr. 21 í e. d.
Námsmeyjar úr Húsmæðraskólanum nutu kennslu sem veturinn
áður.
Stjórn skólans og starfslið.
Skólaráð skipuðu Kristján Jónsson, Fremstafelli (formaður), Krist-
ján Sigurðsson, Halldórsstöðum (féhirðir), sr. Hermann Hjartarson,
Skútustöðum, Karl Jakobsson, Narfastöðum og Stefán Ingjaldsson,
Hvamrni.
Skólastjóri var Leifur Ásgeirsson. Aðrir kennarar voru Konráð Er-
lendsson, Þórhallur Björnsson, Þorgeir Sveinbjarnarson, Páll H. Jóns-
son, Fanney Sigtryggsdóttir, er einnig hafði umsjón með og vann að
ræstingu og þjónustubrögðum, Jóhannes Hjálmarsson (sjá sksk. Lauga-
skóla 1938—39), er einnig var skólabryti, Hrefna Kolbeinsdóttir og
Ásgrímur Kristjásson. Auk þeirra kenndu um tíma vinnubrögð Heið-
rún Jónsdóttir, Auðnum (vefnaður, 7 vikur), Helga Kristjánsdóttir,
Halldórsstöðum (vélprjón, 2 vikur) og Helgi Sigurgeirsson, Stafni (skó-
gerð, 2% vika). Stefanía Sigurgeirsdóttir var ráðskona mötuneytisins.
Umsjónarmenn voru Mikael Sigurðsson og Sigmann Tryggvason.
Hringingar í heimahúsinu önnuðust stúlkur af einu herbergi, en í leik-
fimishúsinu Sveinn Vilhjálmsson.
Tilhögun náms og kennslu.
Nokkuð var aukin kennsla í verklegum efnum, og voru fengnir til
aukakennarar, sem þegar er getið. Hafði það að nokkru verið ráðið og
undirbúið áður, en hin nýju lög um héraðsskóla voru og til hvatningar.
Reglugerð samkvæmt þeim var þó eigi sett enn. Við þessa kennslu
raskaðist nám annarra greina dálítið, en annars var tilhögun öll svipuð
og veturinn áður. Sömu kennslu og þá höfðu Leifur Ásgeirsson, Konráð