Viðar - 01.01.1942, Síða 138
136
LAUGASKÓLI
[Viðar
Erlendsson, Þórhallur Björnsson, Þorgeir Sveinbjarnarson, að slepptri
sundkennslu pilta í y. d. og Ásgrímur Kristjánsson, er um leið var
nemandi í e. d. Skíðafæri var þó aðeins lítinn hluta vetrarins vegna
snjógrynnsla. Páll H. Jónsson hafði og á hendi sömu störf, að við-
bættri kennslu í söng í öllum skólanum (2+2+2) og í mannkynssögu
í y. d. (1); kennsla í íslandssögu nam nú 3 vikustundum og í stað
grasafræði kom dýrafræði. Panney Sigtryggsdóttir kenndi sauma og
hannyrðir í b. d. (8). Jóhannes Hjálmarsson kenndi sund piltum úr
y. d. (3+3) og námsmeyjum Húsmæðraskólans sérstaklega; svo og að-
stoðaði hann nokkuð við leikfimikennslu. Hrefna Kolbeinsdóttir kenndi
ensku í byrjendaflokki (3+3).
Námsgreinar, Jcennslustundafjöldi, námsbœkur.
Skammstafanir: v. á. = veturinn áður; s. b. = sama bók, þ. e. sama
bók og veturinn áður.
Yngri deild.
íslenzka. Svipað og v. á.
Danska (A og B) 4 st. Byrjendur lásu s. b., I. h. allt og II. h. að bls.
102, áleiðis komnir nemendur II. h. allt og Leskafla eftir Á. S., bls. 1—
29. Málfræði sem v. á. Bekkjarstíll hálfsmánaðarlega, hjá byrjendum
þó aðeins frá nýári.
Enska. 3 st. S. b. 2 flokkar; annar fór yfir ensku æfingakaflana 1—49,
hinn 1—35. Sömu stilar gerðir allir, munnlega eða skriflega. Lingua-
phone talplötur nokkuð notaðar.
fslandssaga. 3 st. S. b., að bls. 333.
Mannkynssaga. 1 st. Mannkynssaga eftir Ólaf Hansson, að bls. 48.
Þjóðskipulagsfrœði. 1 st. S. b., að bls. 63.
Landafrœði. 2 st. S. b., lesið um ísland og Norðurlönd.
Náttúrufrœði. 2 st. Kennslubók í dýrafræði eftir Bjarna Sæmunds-
son, að bls. 96. Allmikið sýnt af skuggamyndum.
Heilsufrœði. 2 st. Stuðzt við Maðurinn eftir Bjarna Sæmundsson,
en mest lesið fyrir af kennaranum. Annars líkt og v. á.
Söngfræði. 1 st. Engri sérstakri bók fylgt við kennsluna.
Reikingur. Eins og v. á.; í A þó einnig farið lauslega yfir flatarmál.
Bókmenntir. Fornbókmenntir 2 st. Egils saga Skallagrímssonar (út-
gáfa Sigurðar Nordals). Lesið og skýrt allt óbundið mál; einnig nokkuð
af bundnu máli, aðallega úr kvæðunum, og sumt af því lært. Nýrri
bókmenntir (A og B) 1 st. Lesið og skýrt talsvert af kvæðum og
nokkuð af óbundnu máli frá 19. og 20. öld og gerð grein fyrir höfund-
unum. Nokkuð af kvæðum lært.