Viðar - 01.01.1942, Síða 142
140
LAUGASKÓLI
[Viðar
staðnum og einnig flutninga á sjúkrahús. Tillag var ákveðið 10 krónur.
Pélagsmenn voru allir þeir nemendur, er eigi voru í öðrum, löggiltum
sjúkrasamlögum, og nokkur hluti starfsliðs. Skilyrði fyrir lögskráningu
samlagsins, svo sem þau eru nú í lögum, þóttu um sumt eigi aðgengi-
leg, og var hennar því eigi leitað.
Nemendur allir nema 2 og nokkur hluti kennaraliðs var í mötuneyti
skólans. Dagkostnaður vegna fæðis og hreinlætisvara varð kr. 2,28 fyrir
pilt<» og kr. 1,83 fyrir stúlkur. Fjallagrasa var aflað sem 1939.
Umbœtur.
Þak heimahússins var málað í fyrsta sinn, grænt, og var þess full
þörf. Laxastiginn við rafstöðvarstífluna hefur í sumar verið endur-
bættur með töluverðum kostnaði. Skólinn eignaðist góða prjónavél, og
2 vefstólar, er að mestu voru smíðaðir árið áður, komu í gagnið, og tals-
vert af fylgimunum vefstóla, sem smíðað var eða keypt að.
Plantað var í skógræktargirðingu nokkrum hundruðum birkiplantna
hvort sumarið, 1940 og 1941, en fyrra sumarið vegna óhappa mjög seint
og með litlum árangri.
Fyrir atbeina Jónasar Jónssonar alþingismanns bárust skólanum enn
til varðveizlu 4 lágmyndir úr gipsi, af Jóni Jónssyni frá Múla, Jóni
Jónssyni frá Gautlöndum, Benedikt Sveinssyni bókaverði og Birni
Kristjánssyni kaupfélagsstjóra.
Skólaslit.
Skólanum var, vegna páskanna, slitið 9. apríl. Ávarpaði skólastjóri
nemendur og minnti þá m, a. á að meta eigi farnað þjóðarinnar í
samanburði við aðrar þjóðir nú á tímum styrjaldar og hernáms mest
eftir tölu þeirra, er beinan bana hlytu sökum hervirkja. Myndu þeirrar
ógæfu ærin dæmi á íslandi nú, að svo væri lífinu lifað, að dauða væri
verra.
Ýmsir nemendur voru, sem fyrr 'segir, áður farnir úr skólanum, og
varð brottförin yfirleitt með nokkrum tvistringi og sumum ógreið.
íþróttanámskeið.
íþróttanámskeið var haldið í Laugaskóla frá 24. apríl til 20. maí. Jens
Magnússon úr Reykjavík og Jóhannes Hjálmarsson kenndu „frjálsar
íþróttir", Geirfinnur Þorláksson frá Skútustöðum kenndi íslenzka
glímu, Kjartan Bjamason lögregluþjónn úr Reykjavík kenndi lög-
gæzlustörf, og Þorgeir Sveinbjarnarson kenndi sund og hafði umsjón
með námskeiðinu. Þátttakendur um lengri eða skemmri tíma voru alls
98, kennsluvikur alls 186.
(Úr skýrslu Þorgeirs Sveinbjarnarsonar.)