Viðar - 01.01.1942, Qupperneq 143
Viðar]
LAUGASKÓLI
141
Sumarrekstur.
í húsum skólans heíur bæði sumurin 1940 og 1941 verið á vegum
Rauða Kross íslands haldið uppi sumarheimili fyrir börn úr Reykja-
vík vegna hernaðarástands og hernáms.
Landsnot hefur Páll H. Jónsson haft að mestu.
Laugaskóla, 7. október 1941.
Leifur Ásgeirsson.
Fréttir af nemendum Laugaskóla.
í fyrrasumar reyndi ég að fá sem gleggsta vitneskju um nemend-
ur Laugaskóla, eldri sem yngri. Skrifaði ég nokkrum þeirra og fékk
víðast hvar greið svör. Annáll Laugamanna átti svo að koma í Viðari
þá um haustið. En eins og kunnugt er, var frestað útgáfu ritsins.
Fréttirnar, sem hér birtast, eru hins vegar margar miðaðar við þann
tíma. Þegar ákveðið var að prenta Viðar í vetur, var of stuttur tími
til að safna nýjum skýrslum. Sumt af því, sem hér er skiáð, hef
ég fengið mjög á skotspónum og geta því auðvitað leynzt þar í ein-
hverjar skekkjur. Þá, sem hlut eiga að máli. bið ég fyrirfram að virða
það til betri vegar. Erfiðleikarnir við samningu slíks annáls eru
býsna miklir, því að nemendur Laugaskóla eru dreifðir um allt land
og sambandi þeirra við skólann, og jafnvel við skólafélagana gömlu,
er oft alveg slitið.
í skrá þeirri, sem hér fer á eftir, eru langflestir nemendur Lauga
skóla taldir. Nokkrum hefur þó orðið að sleppa, vegna þess hve lítil
vitneskja hefur fengizt um þá. Dánir eru 25, en þeirra verður ekki getið
hér. Til þess voru fregnir of óljósar um afdrif sumra þeirra.
Ég vil nota tækifærið til að minna Laugamenn á það, að ég mun
taka fegins hendi við öllum fréttum frá þeim. Æskilegt væri einnig,
að sem flestir létu mér í té vitneskju um gamla skólafélaga. Þá eru
líkur til þess, að næsti Laugamanna annáll verði rækilegri og réttari
en sá, er hér birtist.
Laugamenn, látið tengslin við gamla skólann ykkar ekki slitna.
Aðalsteinn Kristjánsson frá Hnitbjörgum átti lengi við mikla van-
heilsu að stríða og dvaldi alllengi á Vífilsstöðum. Þegar síðast fréttist,
var hann þó sæmilega hraustur og vann í Reykjavík.