Viðar - 01.01.1942, Page 144
142
LAUGASKÓLI
[Viðar
Anna Guðmundsdóttir frá Nýjabæ býr í Grindavík með mannl
sínum, Þorbimi Áskelssyni. Rekur hann útgerð þar.
Anna Guttormsdóttir frá Síðu í Víðidal er gift og búsett á Siglu-
firði.
Árni B. Þórðarson stundaði um skeið nám í Danmörku og lauk einnig
prófi við Hvanneyrarskólann. Réðzt síðan um nokurn tíma rit-
stjóri blaðsins Framsókn. Hefur hann nú um nokkur ár verið yfir-
kennari við Miðbæjarskólann í Rvík.
Birna Ólafsdóttir og Friðrik Helgason búa á Birnufelli í N.-Múl.
Bragi Sigurjónsson frá Litlu-Laugum og Helga Jónsdóttir frá Akur-
eyri eru gift og eiga heima á Akureyri. Bragi hefur bæði lokið kenn-
araprófi og tekið stúdentspróf. Einn vetur las hann við Háskóla ís-
lands og lauk prófi í forspjallsvísindum. Gjörðist um skeið barna-
kennari í Reykjadal, en fluttist þaðan og kennir nú við Gagnfræða-
skólann á Akureyri og sinnir jafnframt verzlunarstörfum við Kaup-
félag Verkamanna.
Daníel Gunnlaugsson frá Eiði býr nú á Þórshöfn og stundar þar
útgerð og smíðar. Hann er giftur Huldu Guðjónsdóttur frá Brim-
nesi á Langanesi.
Davíð Þórður Hjartarson er frystihússtjóri á Þórshöfn.
Einar Karl Sigvaldason býr á Fljótsbakka, giftur Sigrúnu Haralds-
dóttur frá Heiðarseli.
Guðmundur Ingólfsson er heima í Fjósatungu og er fyrir búi móð-
ur sinnar.
Guðný Friðfinnsdóttir frá Skriðu stundaði nám í Húsmæðraskól-
anum, veturinn 1932—’33. Hún giftist síðar Sigurði Guðmundssyni í
Fagranesi og búa þau þar.
Guðrún Eiríksdóttir frá Sauðhaugum var um tíma við hjúkrunar-
nám á ísafirði. Hún var í Reykjavík, þegar siðast fréttist.
Guðrún M. Jóhannesdóttir frá Flatey býr í Sauðvík í Glerárþorpi
með manni sínum, Jósep Krisjánssyni.
Helga Jakobsdóttir frá Hólum býr með manni sínum, Aðalsteini Að-
algeirssyni, á Laugavöllum í Reykjadal. Er það nýbýli í landi Stóru-
Lauga. Byggðu þau þar fyrir nokkrum árum.
Helga Þórarinsdóttir er gift Einari Borgfjörð, skósmið á Raufar-
höfn.
Helga Methúsalemsdóttir er gift Sæmundi Grímssyni og búa þau
á Egilsstöðum í Vopnafirði.
Helga Mjöll Jónasdóttir frá Silalæk var í Khöfn, þegar stríðið braust
út haustið 1939.
Hólmfríður Jónsdóttir frá Hofteigi fór í Kennaraskólann að af-
lokinni dvöl á Laugum, og lauk hún prófi þar. Fór síðan í mennta-
skólann og tók stúdentspróf. Að því búnu hóf hún háskólanám i