Viðar - 01.01.1942, Page 145
Viðar]
LAUGASKÓLX
143
Osló og giftist þar norskum manni. Þegar síðast bárust fregnir af
henni, las hún til lokaprófs við háskólann í Osló.
Ingimar Jónsson frá Hofi lauk prófi við Samvinnuskólann. Réðst
hann síðan að kaupfélaginu á Hofsósi, og starfar hann þar enn.
Ingólfur Helgason frá Broddanesi og Þuríður Halldórsdóttir búa á
Húsavík. Stundar Ingólfur trésmíði.
Ingólfur Sigurgeirsson og Bjargey Arngrímsdóttir hafa byggt sér
nýbýlið Vallholt í Stafnslandi. Á veturna vinnur Ingólfur að bókbandi
ásamt búskapnum.
Jóhann Gunnlaugsson býr á Eiði á Langanesi. Hann er giftur Berg-
laugu Sigurðardóttur frá Heiðarhöfn.
Jóhannes Guðmundsson býr á Syðra-Vatni í Skagafirði. Hann hefur
lokið prófi við Hvanneyrarskólann.
Jón Bjarnason frá Helluseli sigldi til Danmerkur og var þar 1% ár.
Síðan hvarf hann aftur til átthaganna. Árið 1940 var hann á Húsavík
og byggði sér íbúðarhús, en s. 1. vor vann hann hjá Bretum í Rvík.
Jón Egilsson frá Steinum og Guðrún Jónsdóttir frá Reykjahlíð
búa í Reykjavík. Vinnur Jón daglaunavinnu.
Jón Jónsson frá Mýri er giftur Friðriku Kristjánsdóttur. Búa þau
á Fremstafelli í Köldukinn.
Jón Ólason frá Hrollaugsstöðum er giftur Rósu Daníelsdóttur frá
Eiði. Hafa þau byggt sér nýbýli í Eiðislandi. Heitir bær þeirra Ártún.
Kári Tryggvason og Margrét Björnsdóttir búa í Víðikeri í Bárðar-
dal. Er Kári barnakennari á vetrum.
Kristbjörg Kristjánsdóttir frá Vöglum var um skeið í húsmæðraskóla
í Danmörku. Er hún kom þaðan, gjörðist hún ráðskona á Kristnesi,
en hætti því starfi vorið 1939. Hún er gift Jóhannesi Eiríkssyni, starfs-
manni á Kristnesi. Þau búa í Reykhúsum.
Kristín Þorvaldsdóttir frá Holti og Hólmgeir Sigurgeirsson frá
Stafni hafa byggt nýbýlið Velli í Stafnslandi, og búa þau þar.
Kristjana Gestsdóttir frá Lækjamóti var sumarið 1939 á Laxamýri,
en um veturinn í Rvík. Vorið eftir fór hún heim til átthaganna.
Kristján Karlsson frá Veisu lauk prófi í Hvanneyrarskóla vorið
1938/ Árið 1930 sigldi hann til náms í Danmörku og lauk þar prófi
í búnaðarvísindum. Er hann kom heim, réðst hann í fyrstu starfsmaður
hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, en varð síðar skólastjóri á Hólum.
Hann er giftur skólasystur sinni frá Laugum, Sigrúnu Ingólfsdóttur
frá Fjósatungu. Sigrún sigldi tvívegis til hússtjórnamáms og veitti
Laugalandsskólanum forstöðu einn vetur.
Leó Jónsson frá Holti í Árnessýslu er sildarmatsmaður á Siglu-
firði og starfar hjá Síldarútvegsnefnd. Hann er kvæntur.
Nanna Jónsdóttir frá Finnsstöðum var 1 Húsmæðraskólanum á