Viðar - 01.01.1942, Page 149
Viðar] LAU GASKÓLI 147
Benedikt Sigurðsson frá Grímsstöðum og Emilía Kjartansdóttir eru
gift og búa á nýbýlinu Grímstungu.
Björn Jónsson frá Mannskaðahóli í Skagafirði er búsettur í Rvík.
Vinnur hann þar í helluofnasmiðju.
Dagbjartur Sigurðsson býr í Álftagerði. giftur Kristjönu Ásbjarn-
ardóttur frá Vopnafirði.
Egill Tryggvason er heima í Víðikeri. Hann er póstur sem fyrr.
Gísli Eiríksson frá Kaupangi vinnur í sútunarverksmiðju á Akureyri.
Hann er kvæntur Helgu Pálsdóttur frá Ásláksstöðum í Þjórsárdal.
Guðný I. Björnsdóttir frá Bessastöðum er gift Aðalsteini Teitssyni
frá Víðidalstungu. Hann er nú skólastjóri í Súðavík.
Guðrún Guðmundsdóttir frá Lómatjörn er gift Jens Magnússyni
íþróttakennara í Rvík.
Guðrún Rakel Sigurðardóttir og Tryggvi Þorsteinsson búa á Aktu--
eyri. Tryggvi er kennari við barnaskólann þar. Tryggvi stundaði
nám við Kennaraskólann og lauk þar prófi, en auk þess hefur hann
siglt tvívegis til íþróttanáms í Danmörku og Noregi. Tryggvi var
kennari á ísafirði, áður en hann kom til Akureyrar.
Gunnar Guðnason frá Hvarfi er giftur Sigríði Valdimarsdóttur frá
Arndísarstöðum. Þau búa í Eyjafirði.
Halldór ísfeldsson vinnur að búi föður síns á Kálfaströnd í Mý-
vatnssveit.
Bræðurnir, Haraldur og Jón Sigurðssynir á Skúfsstöðum, eru þar
heima. Þó vinnur Haraldur á Siglufirði á sumrin.
Hermann Búason frá Litlu-Hvolsá í Strandasýslu vann um tíma
við verzlunarstörf á Borðeyri, en er nú fluttur til Rvíkur og vinnur
við Landsímann. Hann er giftur Hallberu Björnsdóttur frá Blönduósi.
Hjálmtýr Pétursson frá Ytra-Leiti í Snæfellsnessýslu lauk námi í
Samvinnuskólanum 1932. Vann hann um tíma við Nýja dagblaðið.
Nú starfar hann hjá gjaldeyris- og innflutningsnefnd.
Hólmfríður Guðmundsdóttir frá Nýjabæ er gift á Siglufirði. Maður
hennar heitir Þórhallur Björnsson.
Hörður Tryggvason býr í Víðikeri, giftur Guðúnu Benediktsdóttur
frá Svartárkoti.
Jakobína Jónsdóttir frá Höskuldsstöðum var í Húsmæðraskólanum
veturinn 1930—’31. Hún er gift Bjarna Stefánssyni frá Hellulandi.
Búa þau á Húsavík.
Jóhanna Guðmundsdóttir frá Nýjabæ var um tíma sjúklingur í
Kristneshæli, en var, þegar síðast fréttist, hjá systur sinni í Grenivík.
Jón Einarsson var einn vetur við íþróttanám í Haukadal. Hann
giftist Ágústu Kristjánsdóttur frá Sveinsströnd. Reistu þau fyrst bú
á Núpum í Aðaldal, en fluttu síðan að Holtakoti í Reykjahverfi. Jón
hefur kennt sund á Hveravöllum.
10*