Viðar - 01.01.1942, Page 154
152
LAUGASKÓLI
[Viðar
Heimir Sigurðsson býr í Garði í Aðaldal.
Hjalti Friðgeirsson frá Harðbak er búsettur á Raufarhöfn. Vinnur
hann við síldarverksmiðju á sumrin, en hefur einnig atvinnu af
harmonikuleik. í Reykjavík dvaldi hann tvo vetur og stundaði nám
við Tónlistarskólann. Á Raufarhöfn stjórnar hann karlakóri. Kona
Hjalta heitir Þórhildur Kristinsdóttir.
Hólmfríður Jónasdóttir frá Silalæk var í Khöfn er stríðið hófst, en
kom þá heim og var næsta sumar heima, en um veturinn í Rvík.
Hólmfríður Sveinbjamardóttir frá Vopnafirði er gift á Siglufirði.
Hólmfríður Þorsteinsdóttir frá Daðastöðum var í Laugalandsskóla
veturinn 1938—’39. Vann svo um nokurt skeið á saumastofu Gefjunnar
á Akureyri. En í vetur á saumastofu í Reykjavík.
Höskuldur Egilsson frá Böðvarsnesi var nokkuð við barnakennslu.
eftir að hann var á Laugum. Hann er giftur Margréti Hallgrímsdóttur,
ættaðri af Fljótdalshéraði. S. 1. sumar voru þau á Vöglum, en í Skóg-
um í sumar.
Ingibjörg Ingólfsdóttir frá Fjósatungu var í Húsmæðraskólanum
veturinn 1931-—’32. Hún er nú heima í Fjósatungu.
Ingibjörg Stefánsdóttir er gift Þorsteini Jónssyni, söngstj. Bóls-
staðarhlíðar-kórsins. Búa þau á Gili. Ingibjörg hefur lært ljósmóður-
fræði og stundar ljósmóðurstörf í sveit sinni.
Ingiríður Jónsdóttir frá Brekku er gift Birni Karlssyni. Þau búa á
Hafrafellstungu í Axarfirði.
Jakob Þorsteinsson er á Akureyri. Hann hefur unnið undanfarin
sumur í Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði.
Jóhannes Björnsson býr í Ytri-Tanga á Tjörnesi. Hann var skóla-
bryti á Laugum veturinn 1935—’36. Kona Jóhannesar er Jóhanna
skúladóttir frá Hólsgerði. Hún var nemandi á Laugum veturna 1936—
’37 og 1937—'38 og síðar í Húsmæðraskólanum.
Jónmundur Guðmundsson býr á Laugalandi í Fljótum. Hann kennir
sund í Barðslaug. Kona hans heitir Valey Benediktsdóttir.
Jón Trausti Þorsteinsson frá Dalvík stundaði um nokkur ár íþrótta-
nám í Danmörku, bæði í Ollerup og í Statens Gymnastikinstitut í
Khöfn. Að loknu námi réðst hann kennari við íþróttaskóla í Slagelse.
en varð síðar íþróttakennari við Vallekilde Hojskole.
Jörgen Sigurðsson býr á Víðivöllum í S.-Múl. Kona hans heitir ísey
Hallgrímsdóttir.
Jörundur Jónsson er heima í Ólafsfirði. Kona hans heitir Guðlaug
Gísladóttir.
Ketill Sigurgeirsson býr í Stafni, giftur Aðalbjörgu Þorvaldsdóttur,
Kristján Bjarnason var eitt ár á kornræktarstöðinni á Sámsstöð-
um. Síðan vann hann um skeið við kornrækt K. E. A. í Klauf. Árið
1939 byrjaði hann búskap í Gröf í Eyjaf. og býr þar.