Viðar - 01.01.1942, Side 165
Viðar]
NÚPSSKÓLI
163
Soffía Jónsdóttir: Um íslenzku sveitina.
Sigríður Sumarliðadóttir: Hjúkrun sjúkra.
Þótti prófdómendum erindi Sigríðar að mörgu leyti mjög gott og
var það lesið við skólaslitin.
Við skólaslitin var meðal annara staddur Halldór Kristjánsson á
Kirkjubóli. í tilefni af því, að liðin voru 10 ár, frá því að hann var
nemandi skólans, flutti hann kvæði það, er hér með fylgir með
leyfi höfundar.
Landið bíður, lífið kallar,
laðar hugann voldug þrá,
meðan hjartans óskir allar
upp mót nýjum tíma sjá.
Fyrir æskusjónum svífur,
— svo var fyrr og enn —
vitund sú, er viljann hrífur:
Vantar sanna menn.
Býsna víða í höll og hreysi
heimskan bægir gleði frá,
eitruð nautn og iðjuleysi
eða glapin framaþrá.
Það er eins og biði í böndum
blessun okkar lands,
biði eftir hraustum höndum
heilbrigðs æskumanns.
Bókstafstrú á bundna skipan
blindar suma dag og nótt,
ætla þeir í einni svipan
endurleysist jarðardrótt.
Þeir á formsins töfra trúa,
trúa á skipulag, —
sem sé auðið um að snúa
allrar jarðar hag.
Vizka manns á vöndum slóðum
villist oft af réttri leið,
ættgeng virðist öllum þjóðum
afturhald og gönuskeið.
Það er eitt, sem aldrei svíkur,
alltaf treysta má:
Hylltu snauður, hylltu veikur
hjartans beztu þrá.
Eftir myrkar mæðuleiðir,
mikla þjáning, blóðugt stríð,
sigurherrar alls, sem eyðir,
eigin speki rista níð.
Það er eitt, sem alltaf varir.
eins við storm og húm:
Grátin önd til guðs síns starir
gegnum tíma og rúm.
Undir þúsund alda fargi
ójafnaðar skipulags
reynum við að byggja á bjargi
blessun siðaðs mannfélags.
Eitt er lögmál öðru meira
yfir lífi manns,
lausnarorð í lýðsins eyra,
lögmál kærleikans.
Því er létt í hug og hjarta
hér við þessi skólaslit.
Æskuþráin yndisbjarta
á þau bregði sínum lit.
Þó að framtíð ferla skilji,
fjarlæg skipi svið,
sama köllun, sami vilji
setur hlið við hlið.
Hvar sem heimskan hefur ráðin
hagur manna svo að dvín,
vantar menn að þrífa upp þráðinn,
þar er einmitt köllun þín.
Stæltur vilji, staðföst hyggja,
starfsöm hönd og góð:
Svo skal eigin blessun byggja
bræðralagsins þjóð.
11*