Viðar - 01.01.1942, Side 169
Viðar]
NÚPSSKÓLI
167
Þeir rituðu niður fyrirlestra kennarans og skiluðu þeim sem vinnu-
bókum til prófs, auk þess, sem þeir gengu undir venjulegt próf. Guð-
mundur próf. Hagalín gefur árlega, svo sem áður er á minnzt, verð-
laun fyrir beztu frainmistöðu í bókmenntum sem þakklætisvott fyrir
kennslu séra Sigtryggs Guðlaugssonar í þeirri grein, er Hagalín var
nemandi skólans. Þessi venja örvar nemendur og hefur nokkurs á-
huga orðið vart á bókmenntum okkar. Sá er og tilgangur kennsl-
unnar. Kennslustundir tvær annan veturinn, hinn þrjár stundir.
Málfrœöi. Eldri deild tvær stundir í viku. Bók Björns Guðfinns-
sonar, bls. 64—160. Setningafræði. Skriflegar æfingar. Yngri deild
tvær stundir í viku. Bók Björns Guðfinnssonar, bls. 1—98. Skriflegar
æfingar.
íslenzkur stíll. Yngri deild tvær stundir í viku. Tímastílar. Nokkrar
heimaritgerðir. Farið í stílana annan hvorn tíma.
Reikningur. Eldri deild (III. fl.) fimm stundir í viku. Bók Ólafs
Daníelssonar, bls. 87—134. Upplestur námsefnis frá fyrra ári. Skrif-
legt vikulega úr ýmsum reikningsbókum.
Mannkynssaga. Báðar deildir eina stund í viku. Fyrirlestrar til
aldamóta 1500.
Enska. Eldri deild (II. flokkur) 5—6 stundir í viku. Enskunáms-
bók Boga Ólafssonar, bls. 109—214. Ensk lestrarbók Boga Ólafssonar
og Árna Guðnasonar, bls. 1—69. Enskar endursagnir B. Ól., bls. 3—30.
Stílar á töflu í hverjum tíma.
Danska. Eldri deild (II. flokkur) þrjár stundir í viku. Kennslubók
Ágústs Sigurðssonar, II. hefti. Stílar. Yngri deild (I. flokkur) þrjár
stundir í viku. Kennslubók Ágústs Sigurðssonar, I. hefti, stílar.
Ólafur H. Kristjánsson kenndi eftirfarandi námsgreinar:
Reikning í A-fl. fimm stundir í viku. Reiknuðu nemendur á töflu
í kennslustundum, en fengu að jafnaði dæmi til úrlausnar fyrir næsta
tíma. Á hverjum laugardegi var skriflegt próf. Reikningsbók Ólafs
Daníelssonar var lesin út að jöfnum og miklu aukið við.
Bókfœrsla í eldri deild ein stund í viku. Lögð var áherzla á þau
atriði reikningsfærslu, er helzt koma fyrir í daglegu lífi manna. Enn-
fremur voru kennd einföldustu atriði tvöfaldrar bókfærslu.
Landafrœði í báðum deildum ein stund i viku Landafræði Bjarna
Sæmundssonar. Lesinn kaflinn um ísland. Kennt var með yfirheyrsl-
um og samtölum, ennfremur miklu aukið við með frásögn, einkum
er snerti jarðfræði landsins. Skriflegar úrlausnir einstöku sinnum.
Dýrafrœði í báðum deildum tvær stundir í viku. Dýrafræði Bjarna
Sæmundssonar lesin frá Liðdýr og út og um spendýr og fugla. Á-
herzla var lögð á að skýra þróun dýraríkisins fyrir nemendum. Skrif-
legar úrlausnir einstöku sinnum.
Jarðfrceði í báðum deildum tvær stundir í viku. Grasafræði handa