Viðar - 01.01.1942, Page 170
168
NÚPSSKÓLI
[Viðar
barnaskólum eftir Geir Gígju var lesin og allmiklu bætt við, bæði er
snertir hina almennu jurtafræði og ættir. Við kennsluna notaðar
myndir og jurtasafn. Skriflegar æfingar mánaðarlega.
fþróttir í báðum deildum. A. Leikfimi fjórar stundir í viku. Stað-
æfingar og áhaldaæfingar voru iðkaðar. eftir því sem ástæður voru
til. B. Sund, þrjár stundir í viku. Nemendum var kennt bringusund
og baksund, ennfremur björgunarsund og skriðsund þeim, er beztum
árangri náðu. Áherzla var lögð á að kenna helztu aðferðir og grip
við björgun og lífgun. C. Glíma. Glímuæfingar voru að jafnaði ein
stund í viku. D. Til útivistar og útiíþrótta voru ætlaðar þrjár stundir
í viku. Voru þær stundir einkum notaðar til knattspyrnu, leika, skíða-
og skautaiðkana og gönguferða.
Ungfrú Hólmfríður Kristinsdóttir kenndi stúlkum handavinnu tólf
stundir á viku. (Hvítur og mislitur skrautsaumur, flos, vefnaður, fata-
saumur og leðurvinna).
Haukur Kristinsson kenndi söng þeim, sem sönghæfir reyndust,
tvær stundir í viku.
Jón Zófóníasson kennir piltum í yngri deild smíðar sex stundir í
viku. Smíðaðar voru ferðatöskur, hillur, stólar o. fl.
Heilsufar
var ekki ákjósanlegt og olli allmiklum töfum við námið. Kvefpest,
rauðir hundar og influenza gekk hér um sem annarsstaðar. Veiktust
þó engir alvarlega.
Dagfœði
pilta varð kr. 2.42, en einum fimmta minna fyrir stúlkur.
Hinn 10. apríl var höfð sýning fyrir almenning á handavinnu
nemenda, sund- og leikfimipróf. Allmargir gestir voru viðstaddir.
Skólanum var slitið síðdegis þann dag. Var úthlutað verðlaunum.
Hlaut Jóhann Guðmundsson bókmenntasöguverðlaun Hagalíns, en
verðlaun fyrir bezta frammistöðu í íslandssögu og íslenzku, sem veitt
eru úr Minningarsjóði Sighvats Grímssonar Borgfirðings og konu
hans, hlaut Sólveig Jóhannsdóttir. Prófdómendur og kennarar fluttu
stuttar ávarpsræður til nemendanna við skólaslitin. '
Núpi, í nóvember 1941.
Björn Guðmundsson.