Viðar - 01.01.1942, Blaðsíða 171
Viðar]
Reykholtsskóli.
Skólaskýrsla.
1939—1940.
Skólasetning.
Undanfarið hefur skólasetning farið fram 15. okt., en að þessu sinni
var henni frestað til sunnudagsins 22. okt. Stafaði dráttur þessi af
því, að verið var að ganga frá íbúðarherbergjum nemenda í hinni
nýju viðbótarbyggingu, og einnig af ýmsum erfiðleikum um aðdrætti
sökum styrjaldarinnar, sem þá var nýlega á dunin. Jóhann Prímann
skólastjóri setti skólann með ræðu, að viðstöddu öllu starfsliði skól-
ans, flestum nemendum og nokkrum gestum. Minntist m. a. frá-
farandi skólastjóra, Kristins Stefánssonar, og sendu kennarar og nem-
endur honum kveðjuskeyti í tilefni af skólasetningunni, með árnað-
aróskum og þakklæti fyrir vel unnin störf í þágu skólans.
Nemendur.
Eitt hundrað og tíu nemendur stunduðu nám í skólanum að þessu
sinni að meira eða minna leyti. Nokkrir þeirra tóku aðeins þátt í
fáum námsgreinum. Einn nemandi fór alfarinn úr skóla fyrir jól,
sökum veikinda. Þrír aðrir nemendur urðu einnig að fara úr skóla
fyrir próf af sömu ástæðum, tveimur nemendum var vikið úr skóla
laust eftir miðjan vetur, sökum ítrekaðra brota á settum heimilis-
reglum. Nemendum var skipt í tvær deildir. í efri deild voru 46, en
64 í yngri deild.
Eldri deild.
1. Alexander Kárason.
2. Anna Jónsdóttir.
3. Ágúst Arnór Kristjánsson.
4. Ásgeir Ólafsson.
5. Benedikt Kr. Franklinsson.
6. Benedikt F. Þórðarson.
7. Birgir Þorgilsson.
8. Björg Ólafsdóttir, Brimilsvöll-
um, Snæf.
9. Brynhildur Stefánsdóttir.
10. Eðvald Gunnlaugsson.
26. Leó Guðbrandsson.
27. Óli M. Einarsson.
28. Ólafur Gunnlaugsson.
29. Ólöf Sigurðardóttir.
30. Páll Bergþórsson, Fljótstungu,
Mýr.
31. Páll Theódórs.
32. Ragnheiður Einarsdóttir.
33. Rebekka Magnúsdóttir.
34. Sakarías Daníelsson, Búrfelli,
V.-Hún.