Viðar - 01.01.1942, Page 175
Viðar]
REYKHOLTSSKÓLI
173
og stofnuðu slysavarnardeild. Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli
flutti í des. erindi á vegum U. M. P. í. Karel Vorovk dvaldi við skólann
viku í des. og flutti 5 erindi um slavneskar þjóðir og þjóðar- og lands-
hætti í Tékkóslóvakíu. — Sigurpáll Jónsson, knattspyrnuþjálfari úr
Reykjavík, kenndi knattspyrnu og handknattleik þrjár vikur í des-
embermánuði.
Síðar á vetrinum komu þeir alþm. Jónas Jónsson og Pétur Ottesen
og fluttu erindi. — Einnig flutti Pétur Sigurðsson erindreki hér tvö
erindi síðla vetrar.
Dansnámskeið hélt skólinn í hálfan mánuð. Var kennari frú Rigmor
Hanson, danskennari úr Reykjavík, eins og áður. Tóku flestir nem-
endur þátt í því, og auk þess allmargir félagar úr U. M. F. Reykdæla.
Hvanneyrarboð.
Flestir nemendur og kennarar þáðu boð Hvanneyringa og heim-
sóttu þá að áliðnum vetri. Var þar margt til skemmtunar og mót-
tökur allar stórmyndarlegar. Knattspyrnulið skólanna reyndi með
sér og báru Reykhyltingar sigur úr býtum. Þá var þreytt kappskák
milli 20 manna frá hvorum skóla og sigruðu Hvanneyringar í þeim
leik.
Fœði og hreinlœtisvörur.
Þær kostuðu á dag kr. 1,71 fyrir pilta og kr. 1,43 fyrir stúlkur. Nem-
endur sáu sjálfir um ræstingu herbergja sinna, skólastofa og leik-
fimisals og aðstoðuðu einnig í borðsal og eldhúsi.
Vorið og sumarið.
Vorið 1940 voru haldin tvö sundnámskeið, annað fyrir börn og ungl-
inga af Akranesi, en hitt fyrir ungmenni úr Reykholtsdal. Kennari við
bæði námskeiðin var Þorgils Guðmundsson íþróttakennari. Gistihús
var starfrækt í skólanum yfir sumarmánuðina. Veitti Theódóra
Sveinsdóttir því forstöðu eins og að undanförnu.
1940—1941.
Skólasetning.
Skólasetning fór að þessu sinni fram 16. okt. Skólann setti skóla-
stjóri Jóhann Frímann með ræðu. Voru flestir nemendur mættir, allt
starfslið skólans viðstatt og nokkrir gestir.