Viðar - 01.01.1942, Side 179
Viðar]
REYKHOLTSSKÓLI
177
Próf.
Prófum var hagað á sama hátt og undanfarin ár, bæði skyndi-
prófum, miðsvetrarprófi og vorprófi. Hófst það 25. marz og stóð
til 7. april. Skólaslit fóru fram 9. apríl, og stóð skólinn því viku
skemur en til var ætlazt. Stafaði það af því, að páskahelgin fór í
hönd og vildu nemendur gjarnan komast heim áður, enda hefði meiri
hluti síðustu vikunnar orðið helgidagar og því hvíld frá prófi.
Stjórnskipaðir prófdómendur voru þeir Björn Jakobsson og séra
Bjöm Magnússon, og auk þess dæmdi Jón Þórisson, íþróttakennari
í Reykholti, ásamt þeim um leikfimi og sund.
Félagslif.
Starfsemi félaga skólans og heimaskemmtanir voru mjög á sama
hátt og árið áður, en að áliðnum vetri var fyrst skólinn og svo
Reykholtsdalur allur lýstur í samgöngubann vegna influenzufar-
aldurs þess, er þá barst til landsins. Því féll hin venjulega vetrar-
skemmtun skólans niður og Hvanneyringaboð gat heldur ekki orðið.
Skemmtiferð var farin til Þingvalla í öndverðum nóvember-mán-
uði. Tóku þátt í henni flestir nemendur og kennarar. Var ekið í
bifreiðum um Kaldadal til Þingvaila og staðið þar við lengi dags,
staðurinn skoðaður og siðan farin sama leið til baka um kvöldið.
Var ferðin að öllu hin ánægjulegasta.
Vegna samgöngubannsins var ekki eins gestkvæmt í Reykholti
þennan vetur og venja er til. Þó komu á vegum Sambands bind-
indisfélaga í skólum þeir Helgi Sæmundsson forseti samb. og Magnús
Jónsson ritari þess og fluttu erindi um bindindismál. — Krist-
leifur Þorsteinsson, fræðimaður á Stóra-Kroppi, flutti tvö erindi í
skólanum. Nefndi hann þau Vinnukapp og vinnuþörf og Sætaskipun
í kirkjum á 19. öld, hvortttveggja að mestu miðað við það, sem tíðk-
aðist hér í Borgarfirði. Þá sýndi U. M. F. Reykdæla sjónleikinn:
Húrra krakki, hér við skólann í öndverðum janúarmánuði.
Hinn 5. apríl minntust vinir Kristleifs Þorsteinssonar, fræðimanns
á Stóra-Kroppi, 80 ára afmælis hans. Fór sá mannfagnaður fram
hér í Reykholti.
Dansnámskeið var við skólann í hálfan mánuð, eins og undan-
fama vetur og kennari hinn sami, frú Rigmor Hanson. Hins vegar
féll knattspyrnukennsla niður vegna sóttvarnanna.
Fœði og hreinlœtisvörur.
Kostnaður fyrir pilta var kr. 2,34 á dag, en kr. 1,95 fyrir stúlkur.
Þvottur, ræsting og aðstoð við eldhússtörf fór fram á sama hátt og
áður.
12