Viðar - 01.01.1942, Page 180
178
REYKHOLTSSKÓLI
[Viðar
Vorið.
Vorið 1941 var aðeins eitt sundnámskeið haldið við skólann fyrir
börn og unglinga úr Reykholtsdal. Önnur námskeið, sem halda átti,
féllu niður, því að skólinn var tekin í maíbyrjun handa börnum úr
Reykjavík. Dvöldust þau þar í sumar. Af sömu ástæðum féll gisti-
húshald niður s. 1. sumar.
Ýmislegt varðandi bæði árin.
Framkvœmdir.
Vegna styrjaldarástandsins hefur minna orðið af framkvæmdum
af skólans hálfu en til var ætlazt. Ekki er enn byrjað á að byggja
skíðaskálann, sem búið var þó að safna nokkru fé til. Verður sú
framkvæmd að bíða eitthvað enn, þótt hans sé þörf. Ákveðið hafði verið
af skólanefnd að byggja búningsklefa ásamt fullkomnari gufubað-
stofu og steypibaðklefum við sundlaugina. Er full nauðsyn á, að það
verði gert, af ýmsum ástæðum. Vonandi reynizt líka kleift að ráðast
í það innan skamms.
Hinsvegar hefur verið gengið frá nemendaíbúðum á efstu hæð
viðbótarbyggingarinnar við austurálmu skólahússins, smíðaskálinn
fullgerður, hólfaður sundur og gengið frá kjallara hans. Þá hefur og
skólahúsið verið málað allt utan.
Lokið hefur verið við að búa um bókasafn skólans í herbergjum
þeim, er því var ætlað á neðstu hæð viðbótarbyggingarinnar. Er þar
komin góð bókageymsla og allstór lestrarsalur með sætum og borðum
fyrir 24 menn. Eru þar hin prýðilegustu húsakynni bæði fyrir safnið
sjálft og þá, sem vilja nota það. Var og full þörf aukins húsrúms fyrir
safnið, því að allmikill hluti þess var áður geymdur í kössum, og því
ekki aðgengilegur til notkunar, vegna þess að alltof lítið rúm var
fyrir það í herbergi því, er áður var notað sem bókageymsla.
Eins og áður er getið, hefur verið stofnað til sérstakrar smíðakennslu
við skólann með hinni svokölluðu smíðadeild hans. í sambandi við
það og aukiö smíðanám í aðalskólanum, hefur skólinn keypt og látið
setja upp fullkomnar trésmíðavélar. Sökum erfiðleika á að útvega
rafmótor við okkar hæfi til þess að knýja vélarnar, er það þó fyrst
nú, sem þær eru að koma til notkunar. Skapast þá möguleikar til auk-
inna afkasta bæði á verkstæði skólans og við smíðakennsluna. Er þess
að vænta, að í framtíðinni verði hægt að inna af hendi alls konar
trésmíðavinnu fyrir menn í nágrenninu. Verður eitthvað byrjað á því
undireins í vetur.