Viðar - 01.01.1942, Side 181
Viðar]
REYKHOLTSSKÓLI
179
Snorragarður.
Haustið 1939 var hafizt handa um aðgerðir á svæði því neðan við
skólann, sem nú hefur hlotið nafnið Snorragarður. Eru þær fram-
kvæmdir að allmiklu leyti við það bundnar, að umhverfi skólans verði
hæfileg umgerð um minnismerki það um Snorra Sturluson, sem Norð-
menn ætla að senda hingað. Hefur húsameistari, prófessor Guðjón
Samúelsson, gert skipulagsuppdrátt að garðinum, en þeir Pálmi Einars-
son ráðunautur og Geir Zoega vegamálastjóri séð um mælingar og
framkvæmd verksins. Hefur Alþingi, fyrir forgöngu þeirra alþm. Jón-
asar Jónssonar og Péturs Ottesen, lagt fram allmikla fjárupphæð til
þessara framkvæmda, og Ungmennasamband Borgarfjarðar hefur heit-
ið 100 dagsverkum til þeirra og eru þau nú að mestu innt af hendi.
Haustið 1939 og vorið 1940 var landið ræst, vegir lagðir umhverfis það,
bílastæði útbúið og fleiri framkvæmdir inntar af hendi.
Vorið og sumarið 1941 var svo framkvæmdum haldið áfram. Landið
girt og nokkur hluti þess brotinn og sáð í það höfrum og grasfræi.
Einnig var nokkuð byrjað á jöfnun þess. Uppfylling var gerð vestur
af skólanum og grasþakinn flötur 11x24 m. að stærð við framhlið
byggingarinnar. Þar á minnismerki Snorra Sturlusonar að standa, þeg-
ar það kemur. Verður það væntanlega undireins, er styrjöld þeirri
lýkur, sem nú geisar. En naumast verður það fyrr. Umhverfis þann
grasflöt á að verða allstórt svæði lagt steinsteypuhellum og er þegar
byrjað að steypa þær og leggja. Þá hafa símaþræðir og raftaugar
milli bygginganna verið lagðar í jörð.
Það hefur verið vitað að jarðgöng hafi fyrr á tímum legið milli
Snorralaugar og gamla bæjarins. Varð þeirra vart, þegar grafið var
fyrir grunni leikfimishússins haustið 1931. Nú í vor var hafizt handa
um að rannsaka göngin undir umsjón fornminjavarðar Matthíasar
Þórðarsonar. Er þegar búið að grafa upp milli 20 og 30 m. af þeim, refta
yfir og loka aftur. Verður því haldið áfram á vori komanda. Er það
seinlegt verk, af því að þau eru djúpt í jörðu og liggja undir leikfimi-
húsið, svo að erfitt er að koma frá sér uppmokstri úr þeim. Ekki er
vitað frá hvaða tima þau eru, en sennilegt er, að þau séu frá dögum
Snorra Sturlusonar, og manna á milli eru þau við hann kennd og
nefnd: Snorragöng.
Enn er eftir mikið af þeim framkvæmdum, sem fyrirhugaðar eru
í sambandi við Snorragarðinn, og það aðgerðir, sem kosta mikið fé.
Er það von okkar, að Alþingi, sem hefur sýnt svo mikla rausn í fjár-
veitingum til garðsins hingað til, láti hér ekki staðar numið. Enda
eigum við góða að til að standa fyrir málstað Reykholts á Alþingi,
þar sem er þingmaður kjördæmisins, Pétur Ottesen, sem sýnt hefur
þessu máli hinn mesta velvilja, og Jónas Jónsson alþm., sem hefur
12*