Viðar - 01.01.1942, Page 182
180
REYKHOLTSSKÓLI
[Viðar
átt frumkvæði að þessum aðgerðum og einnig verið langötulastur í að
berjast fyrir framgangi þeirra og afla þeim fjár.
Reykholti, 9. nóv. 1941.
Þórir Steinþórsson.
Frá nemendasambandi Reykholtsskóla.
Samkvæmt lögum sambandsins skyldi nemendamót haldið síðastliðið
vor, og hafði stjórnin gert ráð fyrir að það yrði í Reykholti í júní-
mánuði s. 1. En áður en það kæmi til framkvæmda, var skólahúsið
tekið til afnota fyrir börn úr Reykjavík, samkvæmt lögum frá síðasta
Alþingi. Var þá um leið útilokað að hægt yrði að halda hér nem-
endamót, þrátt fyrir það, að við vissum um marga, sem höfðu hug
á að sækja það. Er ákveðið að reynt verði að bæta úr þessu á kom-
andi vori.
Engar fréttir af félagsmönnum getum við flutt nú. Er það mest
vegna þess, að útkomu Viðars var frestað um eitt ár. Þær fréttir,
sem þá áttu að birtast þar, eru nú orðnar úreltar.
En vegna þess hve útkoma Viðars nú var seint ráðin, höfum við
ekki getað haft fréttasamband við félagsmenn. En í því trausti, að
Viðar komi framvegis út árlega, heitum við á alla félaga sambandsins
að senda okkur fréttir af sér og heimilisfang sitt.
Um framkvæmdir í þágu sambandsins er fátt eitt að segja. Þó hefur
stjórnin séð um útsendingu Viðars til félagsmanna, en þeir eru nú
um 240. Þá varði stjórnin nokkurri fjárhæð til skógræktar s. 1. vor
samkvæmt ákvörðun síðasta nemendamóts. Var girtur blettur (ca.
3500m2) úti í hálsi, norðvestan við Reykholt. Var valin til þessa svo-
nefnd Eggertsflöt. Er hún kennd við Eggert Ólafsson, síðan hann
hélt brúðkaup sitt í Reykholti og tjaldaði á fyrrnefndri flöt. Allmargar
plöntur voru gróðursettar og töluverðu birkifræi sáð. Hefur þessi
gróður þrifizt ágætlega. Treystir stjórnin því, að hægt verði að halda
þessari starfsemi áfram, enda er fjárhagur sambandsins góður.
Reykholti, 13. nóv. 1941.
Stjórnin.