Viðar - 01.01.1942, Page 183
Viðar]
Ur fundagerðabók
Félags héraðsskólakennara.
Sumarið 1939 skyldi verða fundur á Laugarvatni, en þá mættu
svo fáir, að ekki var talið fundarfært. Þó var ákveðið að gefa út
ársritið Viðar. — Var Þórður Kristleifsson fenginn til að annast út-
komu þess og ritstjórn, en gjaldkeri félagsins, Þórir Steinþórsson,
skyldi annast allar fjárreiður þess.
Sumarið 1940 boðaði stjórnin ekki til fundar og kom ritið ekki út
það ár.
Fundargerð.
Laugardaginn 13. sept. 1941 var 8. fundur héraðsskólakennara settur
og haldinn í Reykjavík.
Þessir félagar voru mættir:
Frá Eiðaskóla: Þórarinn Þórarinsson.
Frá Laugarvatnsskóla: Bjami Bjarnason, Guðmunlur Ólafsson,
Þórður Kristleifsson og Ólafur Briem. (Hann gekk í félagið á fund-
inum).
Frá Laugaskóla: Leifur Ásgeirsson og Þorgeir Sveinbjarnarson.
Frá Núpsskóla: Björn Guðmundsson, Ólafur Kristjánsson. (Hann
gekk í félagið á fundinum).
Frá Reykholtsskóla: Anna Bjarnadóttir.
Þórður Kristleifsson, er varð formaður félagsins, er Kristinn Ste-
fánsson fór frá kennslustörfum, setti fundinn og nefndi til fundar-
stjóra Bjarna Bjarnason. Jakob Kristinsson fræðslumálastjóri kom
í þessu bili á fundinn, og buðu fundarmenn hann velkominn.
Þessi mál voru tekin fyrir:
1. Viðar. Þórður Kristleifsson skýrði frá útgáfu síðasta rits.
2. Guðmundur Ólafsson þakkaði ferðastyrk veittan til að mæta
á 75 ára afmælishátíð lýðháskólanna i Noregi. Var hún haldin þar
í júní 1939.
3. Öryggi kennara. Þórður Kristleifsson hóf umræður. Var rætt
um hvort ekki skyldi stofnaður lífeyrissjóður fyrir héraðsskólakenn-
ara með líku sniði og lífeyrissjóður barnakennara hefur. Nefnd var
kosin í málið og hlutu kosningu þeir Björn Guðmundsson, Leifur
Ásgeirsson og Þórður Kristleifsson.
4. Endurskoðendur reikninga félagsins voru kosnir Ólafur Briem
og Þorgeir Sveinbjarnarson.
5. Framtíð Viðars. Þórarinn Þórarinsson stakk upp á því, að einn